Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 15:40 Hulda Margrét segir Kolfinnu Eldeyju hafa verið augastein föður síns. Getty Systir karlmanns sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana segist sár yfir því hve seint nánustu aðstandendum í föðurlegg stúlkunnar voru færð tíðindin. Hún leggur áherslu á að feðginin hafi átt í mjög góðu sambandi. Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53
Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48
Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17