Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Bjarki Sigurðsson skrifar 17. september 2024 12:17 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ. Vísir/Arnar Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. Karlmaður á fimmtugsaldri var á sunnudag handtekinn grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um sexleytið á sunnudagskvöld. Hann var þá staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Tíu ára dóttir hans fannst látin skammt frá þar sem hann var handtekinn. Þetta er sjötta manndrápsmál ársins og sjö hafa látist í þeim. Í janúar var kona undir alþjóðlegri vernd handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Litáískur maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað samlanda sínum í Kiðjabergi í apríl. Einnig í apríl var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn í Naustahverfi á Akureyri, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Í ágúst fundust hjón á áttræðisaldri látin í heimahúsi í Neskaupstað. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík samdægurs en hann er grunaður um að hafa orðið þeim að bana og svo ekið bíl þeirra suður. Í lok ágúst lést hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í Reykjavík. Sextán ára drengur er í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að manndráp á Íslandi virðist koma í hrinum sé horft aftur til aldamóta. „Í kringum aldamótin síðustu voru þetta fimm, sex, eða sjö mál sem komu upp á einu eða tveimur árum. Svo hafa komið tímabil þar sem tíðnin er lægri og svo aftur höfum við ákveðna toppa. Ef við berum þetta ár saman við aldamótaárið, þá er þetta kannski sambærilegur fjöldi. Þá verðum við að hafa í huga að það er töluverð mannfjöldaaukning sem hefur átt sér stað á þessu tímabili,“ segir Helgi. Sveiflur ekki óalgengar Íslendingar séu fámenn þjóð og því má búast við sveiflum í morðtíðni. „Við höfum gengið í gegnum sveiflur en þær hafa yfirleitt gengið til baka. Ef við skoðum þetta til svona tíu ára, þá er manndrápstíðnin ekki eins há og þessi toppur sem við erum að ganga í gegnum núna,“ segir Helgi. Þá séu ekki miklar breytingar á tengslum milli þolenda og gerenda í málunum. Oftast eru báðir aðilar tengdir, ýmist fjölskylduböndum, í gegnum kunningjaskap eða vináttu. „Málin eru í sjálfu sér ekki mikil ráðgáta en kannski það sem hreyfir við okkur einna helst núna á þessu ári er að það eru börn sem eiga í hlut sem þolendur og sem gerendur. Það er það sem fær mann beinlínis til að staldra við skoða hvað er að gerast. Þetta kemur líka í kjöflar almennrar umræðu í samfélaginu um ofbeldismál í okkar samfélagi. Okkur verður hvekkt við. Sérstaklega þar sem börn eiga í hlut,“ segir Helgi. Oft séu málin persónulegir harmleikir sem geta tengst andlegri eða félagslegri stöðu þeirra sem eiga í hlut. Fíkniefni geta verið í spilinu eða andleg veikindi. „Málin eru kannski ekki af þeim meiði að þarna sé um beinan ásetning að ræða. Kannski alvarleg líkamsárás sem endar með manndrápi, skelfilegum afleiðingum,“ segir Helgi. Eðlilegt sé að samfélagið staldri við á toppnum líkt og þjóðin horfir upp á nú. Það séu merki um ákveðnar breytingar í samfélaginu. „Það er vegna mannfjöldans, varðandi spennu í samfélaginu, varðandi hvernig við stöndum félags- og efnahagslega. Undirliggjandi spenna getur brotist fram í ofbeldisverkum af ýmsu tagi. Við erum að ganga í gegnum umræðu í okkar samfélagi á breiðum vettvangi um hvernig við eigum að haga okkur. Varðandi menningu unga fólksins, talað um hnífaburð og fleira af því tagi. Ýmis hættumerki sem við sjáum og viljum taka fyrir, hvernig við ætlum að bregðast við og snúa þessari þróun við,“ segir Helgi. Það sem slái fólk mest við málin í ár séu hversu oft börn koma við sögu. Þrjú börn eru látin og einn gerandi er barn. „Það er kannski það sem við erum að sjá sem er að einhverju leyti nýtt hjá okkur, að við erum að sjá þarna yngri gerendur og yngri þolendur. Þó það sé alls ekki nýtt hjá okkur að börn komi við sögu. Við höfum dæmi um það að mæður hafa drepið börn sín og við höfum dæmi áður um það að ungmenni hafa komið við sögu slíkra mála. En við erum að fá þetta dálítið bratt, við erum að fá nokkur slík mál á skömmum tíma,“ segir Helgi. Mikið er rætt um vopnaburð ungmenna en Helgi segir hníf ekki nýjan í manndrápsmálum á íslandi. „Ef við skoðum manndráp á Íslandi síðustu áratugi, þá er algengasta verknaðaraðferðin hnífur. Þannig það er ekki nýtt hjá okkur að við sjáum manndráp þar sem hnífi er beitt. Það er algengasta verknaðaraðferðin. Þegar við sjáum þetta hjá unga fólkinu, alvarleg mál af því tagi, þá hrekkur maður við,“ segir Helgi. Hann er bjartsýnn á að samfélaginu takist að snúa þróuninni við hvað varðar vopnaburð ungs fólks. Þetta sé ekki ríkjandi hegðunarmynstur hjá ungmennum en það þurfi að ná til þeirra hópa sem bera vopn með samtali. „Ná til hugmyndafræðinnar sem réttlætir vopnaburð og leiða mönnum fyrir sjónir hvað þarna er í húfi. Hvað þarna gæti hlotist af. Þessi dæmi sem við höfum séð á undanförnum mánuðum og misserum þar sem er alvarlegt líkamstjón og jafnvel mannsbani, það ætti að fá okkur til þess að enn frekar styrkja þetta samtal og ná til þessara hópa þar sem þessar hugmyndir ná að festa rætur,“ segir Helgi. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var á sunnudag handtekinn grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um sexleytið á sunnudagskvöld. Hann var þá staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Tíu ára dóttir hans fannst látin skammt frá þar sem hann var handtekinn. Þetta er sjötta manndrápsmál ársins og sjö hafa látist í þeim. Í janúar var kona undir alþjóðlegri vernd handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Litáískur maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað samlanda sínum í Kiðjabergi í apríl. Einnig í apríl var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn í Naustahverfi á Akureyri, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Í ágúst fundust hjón á áttræðisaldri látin í heimahúsi í Neskaupstað. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík samdægurs en hann er grunaður um að hafa orðið þeim að bana og svo ekið bíl þeirra suður. Í lok ágúst lést hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í Reykjavík. Sextán ára drengur er í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að manndráp á Íslandi virðist koma í hrinum sé horft aftur til aldamóta. „Í kringum aldamótin síðustu voru þetta fimm, sex, eða sjö mál sem komu upp á einu eða tveimur árum. Svo hafa komið tímabil þar sem tíðnin er lægri og svo aftur höfum við ákveðna toppa. Ef við berum þetta ár saman við aldamótaárið, þá er þetta kannski sambærilegur fjöldi. Þá verðum við að hafa í huga að það er töluverð mannfjöldaaukning sem hefur átt sér stað á þessu tímabili,“ segir Helgi. Sveiflur ekki óalgengar Íslendingar séu fámenn þjóð og því má búast við sveiflum í morðtíðni. „Við höfum gengið í gegnum sveiflur en þær hafa yfirleitt gengið til baka. Ef við skoðum þetta til svona tíu ára, þá er manndrápstíðnin ekki eins há og þessi toppur sem við erum að ganga í gegnum núna,“ segir Helgi. Þá séu ekki miklar breytingar á tengslum milli þolenda og gerenda í málunum. Oftast eru báðir aðilar tengdir, ýmist fjölskylduböndum, í gegnum kunningjaskap eða vináttu. „Málin eru í sjálfu sér ekki mikil ráðgáta en kannski það sem hreyfir við okkur einna helst núna á þessu ári er að það eru börn sem eiga í hlut sem þolendur og sem gerendur. Það er það sem fær mann beinlínis til að staldra við skoða hvað er að gerast. Þetta kemur líka í kjöflar almennrar umræðu í samfélaginu um ofbeldismál í okkar samfélagi. Okkur verður hvekkt við. Sérstaklega þar sem börn eiga í hlut,“ segir Helgi. Oft séu málin persónulegir harmleikir sem geta tengst andlegri eða félagslegri stöðu þeirra sem eiga í hlut. Fíkniefni geta verið í spilinu eða andleg veikindi. „Málin eru kannski ekki af þeim meiði að þarna sé um beinan ásetning að ræða. Kannski alvarleg líkamsárás sem endar með manndrápi, skelfilegum afleiðingum,“ segir Helgi. Eðlilegt sé að samfélagið staldri við á toppnum líkt og þjóðin horfir upp á nú. Það séu merki um ákveðnar breytingar í samfélaginu. „Það er vegna mannfjöldans, varðandi spennu í samfélaginu, varðandi hvernig við stöndum félags- og efnahagslega. Undirliggjandi spenna getur brotist fram í ofbeldisverkum af ýmsu tagi. Við erum að ganga í gegnum umræðu í okkar samfélagi á breiðum vettvangi um hvernig við eigum að haga okkur. Varðandi menningu unga fólksins, talað um hnífaburð og fleira af því tagi. Ýmis hættumerki sem við sjáum og viljum taka fyrir, hvernig við ætlum að bregðast við og snúa þessari þróun við,“ segir Helgi. Það sem slái fólk mest við málin í ár séu hversu oft börn koma við sögu. Þrjú börn eru látin og einn gerandi er barn. „Það er kannski það sem við erum að sjá sem er að einhverju leyti nýtt hjá okkur, að við erum að sjá þarna yngri gerendur og yngri þolendur. Þó það sé alls ekki nýtt hjá okkur að börn komi við sögu. Við höfum dæmi um það að mæður hafa drepið börn sín og við höfum dæmi áður um það að ungmenni hafa komið við sögu slíkra mála. En við erum að fá þetta dálítið bratt, við erum að fá nokkur slík mál á skömmum tíma,“ segir Helgi. Mikið er rætt um vopnaburð ungmenna en Helgi segir hníf ekki nýjan í manndrápsmálum á íslandi. „Ef við skoðum manndráp á Íslandi síðustu áratugi, þá er algengasta verknaðaraðferðin hnífur. Þannig það er ekki nýtt hjá okkur að við sjáum manndráp þar sem hnífi er beitt. Það er algengasta verknaðaraðferðin. Þegar við sjáum þetta hjá unga fólkinu, alvarleg mál af því tagi, þá hrekkur maður við,“ segir Helgi. Hann er bjartsýnn á að samfélaginu takist að snúa þróuninni við hvað varðar vopnaburð ungs fólks. Þetta sé ekki ríkjandi hegðunarmynstur hjá ungmennum en það þurfi að ná til þeirra hópa sem bera vopn með samtali. „Ná til hugmyndafræðinnar sem réttlætir vopnaburð og leiða mönnum fyrir sjónir hvað þarna er í húfi. Hvað þarna gæti hlotist af. Þessi dæmi sem við höfum séð á undanförnum mánuðum og misserum þar sem er alvarlegt líkamstjón og jafnvel mannsbani, það ætti að fá okkur til þess að enn frekar styrkja þetta samtal og ná til þessara hópa þar sem þessar hugmyndir ná að festa rætur,“ segir Helgi.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira