Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 15:36 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag þar sem ómerktur lögreglubíll stóð vaktina. Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á andlátinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en það var Héraðsdómur Reykjaness sem tók ákvörðun um gæsluvarðhaldið að ósk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi í byrjun verið óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund hafi fengist skýrari mynd af málinu og þá um leið hafi viðbragðsaðilar verið sendir á staðinn. Karlmaðurinn reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. „Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild að neðan. Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á andlátinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en það var Héraðsdómur Reykjaness sem tók ákvörðun um gæsluvarðhaldið að ósk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi í byrjun verið óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund hafi fengist skýrari mynd af málinu og þá um leið hafi viðbragðsaðilar verið sendir á staðinn. Karlmaðurinn reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. „Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild að neðan. Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust.
Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52
Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36