Sendir dótturina ekki í skólann vegna ofbeldis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. september 2024 22:59 Marta er ráðalaus gagnvart skólayfirvöldum sem hún segir hafa brugðist í máli dóttur sinnar. aðsend Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. Marta Eiríksdóttir segir þessa sögu sína opinberlega nú, eftir að hafa leitað allra leiða innan kerfisins. „Við erum búin að reyna allt. Búin að vera mjög þolinmóð og gefa skólanum mörg tækifæri til að bregðast við á viðeigandi hátt, sem er ekki gert,“ segir Marta Eiríksdóttir móðir stúlkunnar i samtali við Vísi. Síðasta úrræðið hafi verið að vekja athygli á málinu opinberlega. Langur aðdragandi hafi verið að því. „Þetta byrjar í vor þegar þau eru í fyrsta bekk. Við leituðum til bæjarins og þá fóru hlutir að gerast í vor. Við höfum fengið gott viðmót frá bænum en það hefur ekki dugað til. Skólinn tekur ákvarðanir um að breyta planinu og hleypa honum aftur að henni, án okkar vitneskju og samþykkis. Hljóð og mynd fer ekki saman.“ Ágerist dag frá degi Í Facebook-færslu, sem hefur vakið mikla athygli rekur Marta söguna ítarlega. Hún segir forsögu málsins vera vinsamband dóttur sinnar við dreng í bekknum. „Henni fannst hann mikið einn og án vina og fannst gaman að leika með honum. Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann“ segir Marta sem hafi haft samband við móður drengsins og beðið hana um að vinna í þessu með sér. „En þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af henni. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana,“ segir Marta og heldur áfram: Marta Eiríksdóttir.aðsend Kalt viðmót „Lítið breytist og daginn fyrir 1. maí fær ég símtal sem ég óska engu foreldri að fá. Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf.“ Nokkuð sem var Mörtu gríðarlegt áfall. Við hafi tekið mikið streð við að koma á fyrirkomulagi innan skólans þar sem stúlkan sé örugg, en Marta er afar ósátt við viðmót skólans í málinu. „Við erum boðuð á fund með deildarstjóra yngsta stigs og skólastjóranum og ömurlegri fund hef ég ekki setið. Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerðu? Það hafi ekkert gerst með hnífinn og öll börn eigi rétt á að stunda skóla.“ Aftur í sama far Plön um að hafa börnin aðskilin hafi aðeins gengið í stutta stund „en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar,“ segir Marta. Í sumar hafi mikil breyting verið á líðan stúlkunnar. Hún hafi verið ólík sjálfri sér og áhugalaus. Við skólabyrjun nú í haust hafi Marta beðið um plan en mætt sama viðmóti. Það væri betra að bíða og sjá hvernig skólinn færi af stað. „Dagarnir líða, ekkert heyrist. Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa,“ segir Marta en hún hafi í framhaldinu komist að því að drengurin nafi hótað henni öllu illu ef hún myndi ekki leika við hann. Færslu Mörtu má lesa í heild hér að neðan. Yngri hópur en fólk geri sér grein fyrir Í samtali við Vísi segi Marta að staðan nú sé að þau treysti sér ekki til að senda stúlkuna í skólann. „Ég er núna búin að fara á fund með Mosfellsbæ og þau vilja allt fyrir okkur gera en ég sé ekki hvernig það er hægt að leysa þetta. Skólinn virðist ekki hafa burði til að leysa þetta,“ segir Marta. Dóttirin vilji ekki hætta í skólanum þar sem allir hennar vinir séu þar og henni gengið vel í skólanum. „Þessi ákvörðun er ekki tekin af léttúð en hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt?“ Hún segir umræðu um ofbeldi ungmenna, sem hefur verið áberandi síðustu vikur, ná til mun yngri hóps en fólk geri sér grein fyrir. „Þetta eru krakkar í öðrum bekk. Það virðast allir vera með hausinn í sandinum. Það verður að vera skýrt plan fyrir þolendur og gerendur. Hvenær er komið nóg? Okkar heitasta ósk er einnig að þessi elsku drengur fái hjálpina, stuðninginn og ástina sem hann á skilið. Það er augljóslega þörf á því. Ekkert barn sem líður vel gengur um með hníf á sér, engu barni sem líður vel beitir ofbeldi.“ Skóla- og menntamál Mosfellsbær Ofbeldi barna Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Marta Eiríksdóttir segir þessa sögu sína opinberlega nú, eftir að hafa leitað allra leiða innan kerfisins. „Við erum búin að reyna allt. Búin að vera mjög þolinmóð og gefa skólanum mörg tækifæri til að bregðast við á viðeigandi hátt, sem er ekki gert,“ segir Marta Eiríksdóttir móðir stúlkunnar i samtali við Vísi. Síðasta úrræðið hafi verið að vekja athygli á málinu opinberlega. Langur aðdragandi hafi verið að því. „Þetta byrjar í vor þegar þau eru í fyrsta bekk. Við leituðum til bæjarins og þá fóru hlutir að gerast í vor. Við höfum fengið gott viðmót frá bænum en það hefur ekki dugað til. Skólinn tekur ákvarðanir um að breyta planinu og hleypa honum aftur að henni, án okkar vitneskju og samþykkis. Hljóð og mynd fer ekki saman.“ Ágerist dag frá degi Í Facebook-færslu, sem hefur vakið mikla athygli rekur Marta söguna ítarlega. Hún segir forsögu málsins vera vinsamband dóttur sinnar við dreng í bekknum. „Henni fannst hann mikið einn og án vina og fannst gaman að leika með honum. Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann“ segir Marta sem hafi haft samband við móður drengsins og beðið hana um að vinna í þessu með sér. „En þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af henni. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana,“ segir Marta og heldur áfram: Marta Eiríksdóttir.aðsend Kalt viðmót „Lítið breytist og daginn fyrir 1. maí fær ég símtal sem ég óska engu foreldri að fá. Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf.“ Nokkuð sem var Mörtu gríðarlegt áfall. Við hafi tekið mikið streð við að koma á fyrirkomulagi innan skólans þar sem stúlkan sé örugg, en Marta er afar ósátt við viðmót skólans í málinu. „Við erum boðuð á fund með deildarstjóra yngsta stigs og skólastjóranum og ömurlegri fund hef ég ekki setið. Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerðu? Það hafi ekkert gerst með hnífinn og öll börn eigi rétt á að stunda skóla.“ Aftur í sama far Plön um að hafa börnin aðskilin hafi aðeins gengið í stutta stund „en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar,“ segir Marta. Í sumar hafi mikil breyting verið á líðan stúlkunnar. Hún hafi verið ólík sjálfri sér og áhugalaus. Við skólabyrjun nú í haust hafi Marta beðið um plan en mætt sama viðmóti. Það væri betra að bíða og sjá hvernig skólinn færi af stað. „Dagarnir líða, ekkert heyrist. Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa,“ segir Marta en hún hafi í framhaldinu komist að því að drengurin nafi hótað henni öllu illu ef hún myndi ekki leika við hann. Færslu Mörtu má lesa í heild hér að neðan. Yngri hópur en fólk geri sér grein fyrir Í samtali við Vísi segi Marta að staðan nú sé að þau treysti sér ekki til að senda stúlkuna í skólann. „Ég er núna búin að fara á fund með Mosfellsbæ og þau vilja allt fyrir okkur gera en ég sé ekki hvernig það er hægt að leysa þetta. Skólinn virðist ekki hafa burði til að leysa þetta,“ segir Marta. Dóttirin vilji ekki hætta í skólanum þar sem allir hennar vinir séu þar og henni gengið vel í skólanum. „Þessi ákvörðun er ekki tekin af léttúð en hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt?“ Hún segir umræðu um ofbeldi ungmenna, sem hefur verið áberandi síðustu vikur, ná til mun yngri hóps en fólk geri sér grein fyrir. „Þetta eru krakkar í öðrum bekk. Það virðast allir vera með hausinn í sandinum. Það verður að vera skýrt plan fyrir þolendur og gerendur. Hvenær er komið nóg? Okkar heitasta ósk er einnig að þessi elsku drengur fái hjálpina, stuðninginn og ástina sem hann á skilið. Það er augljóslega þörf á því. Ekkert barn sem líður vel gengur um með hníf á sér, engu barni sem líður vel beitir ofbeldi.“
Skóla- og menntamál Mosfellsbær Ofbeldi barna Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent