Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 12:36 Afsökunarbeiðnin var einnig málið á vegg í Listasafni Íslands. Á myndinni stendur Oddur fyrir framan verkið. Vísir/Vilhelm Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu gjörningalistamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, ODEE, fyrir tjáningarfrelsi sínu. Bandalagið skorar á Samherja að falla frá málsókn sinni gegn Oddi. Þá skora þau einnig á fyrirtækið að virða tjáningarfrelsið. Samherji höfðaði mál gegn Oddi eftir að hann opnaði vefsíðu undir nafni fyrirtækisins og birti þar afsökunarbeiðni í þeirra nafni. Vefsíðan var hýst af breskum vefþjóni og því eru málaferlin rekin í Bretlandi. Í maí var greint frá því að Oddi hefði verið gert að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans „We‘re sorry“ í kjölfar þess að fyrirtækið fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Þá var honum einnig gert að afhenda Samherja lénið. Sjá einnig: Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt We're Sorry var útskriftarverkefni Odds við Listaháskóla Íslands en um var að ræða skáldaða afsökunarbeiðni Samherja vegna framgöngu fyrirtækisins í Namibíu, þar sem það hefur meðal annars verið sakað um mútugreiðslur til stjórnmálamanna. Ekki á vegum Samherja Fyrst var fjallað um gjörninginn í fréttum þann 11. maí. Upplýsingafulltrúi Samherja greindi þá frá því að vefsíðan væri ekki á þeirra vegum og að þau hefðu óskað þess að hún yrði tekin niður. „Þetta er fölsk síða sem er engan veginn á okkar vegum og fréttatilkynning sem send var út í gegnum þessa fölsku heimasíðu tengist Samherja á engan hátt,“ sagði Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að um væri að ræða útskriftarverkefni Odds Eysteins, eða Odee. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi þá út um verkefnið. Samherjaskjölin Menning Myndlist Namibía Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Samherji höfðaði mál gegn Oddi eftir að hann opnaði vefsíðu undir nafni fyrirtækisins og birti þar afsökunarbeiðni í þeirra nafni. Vefsíðan var hýst af breskum vefþjóni og því eru málaferlin rekin í Bretlandi. Í maí var greint frá því að Oddi hefði verið gert að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans „We‘re sorry“ í kjölfar þess að fyrirtækið fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Þá var honum einnig gert að afhenda Samherja lénið. Sjá einnig: Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt We're Sorry var útskriftarverkefni Odds við Listaháskóla Íslands en um var að ræða skáldaða afsökunarbeiðni Samherja vegna framgöngu fyrirtækisins í Namibíu, þar sem það hefur meðal annars verið sakað um mútugreiðslur til stjórnmálamanna. Ekki á vegum Samherja Fyrst var fjallað um gjörninginn í fréttum þann 11. maí. Upplýsingafulltrúi Samherja greindi þá frá því að vefsíðan væri ekki á þeirra vegum og að þau hefðu óskað þess að hún yrði tekin niður. „Þetta er fölsk síða sem er engan veginn á okkar vegum og fréttatilkynning sem send var út í gegnum þessa fölsku heimasíðu tengist Samherja á engan hátt,“ sagði Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að um væri að ræða útskriftarverkefni Odds Eysteins, eða Odee. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi þá út um verkefnið.
Samherjaskjölin Menning Myndlist Namibía Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21
Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55