Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2024 12:02 Biðlistar lengjast og fólk frestar læknisferðum. Vísir/Vilhelm Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag. ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira