Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 19:18 Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur, bölvar gallaðri reiknivél TR og birtir leiðréttingar á útreikningum sínum. Getty Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir galla í reiknivél TR hafa valdið því að útreikningar hans á ráðstöfunartekjum einstæðrar móður á örorkubótum voru kolrangir. Hann hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum með greininni. Kristófer birti skoðanagreinina „Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða“ á Vísi í gær sem svar við greininni „Við mótmælum..“ eftir Ragnar Þór, formann VR og Ásthildi Lóu, þingmanns Flokks fólksins, þar sem þau hvöttu fólk til mótmæla háu vaxtastigi. Þar tók hann dæmi um einstæða móður á örorkubótum í erfiðri stöðu og notaði til þess reiknivél á vef TR til að áætla ráðstöfunartekjur hennar. Greinin vakti mikla athygli og kom á daginn að hún var uppfull af rangfærslum vegna galla í reiknivélinni sem Kristófer notaði. Meðal þeirra sem vöktu athygli á rangfærslunum var Ragnar Þór. Hann sagði að ekki nóg með að greinin væri uppfull af rangfærslum heldur vildi Kristófer gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu væru launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Þegar lönd eins og Svíþjóð og Þýskaland væru skoðuð sæist að það væri ekki rétt. Vísaði í gögnin í góðri trú Kristófer hefur gengist við vitlausum útreikningum sínum í nýrri grein á Vísi í kvöld. Honum þykir miður að hafa gert slík mistök en hann hafi treyst á reiknivél TR sem hafi síðan reynst gölluð. „Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt,“ skrifar Kristófer um ráðstöfunartekjur einstæðrar móður sem hann reiknaði út að væru 688 þúsund á mánuði eftir skatt. Hann segist hafa í einfeldni sinni haldið að hann væri með réttar tölur í höndunum þegar hann skoðaði reiknivél opinberrar stofnunar. „Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni,“ skrifar Kristófer. Nýir útreikningar Kristófer birtir í greininni uppfærða útreikninga sem hann segist hafa fengið eftir að hafa ráðfært sig við fólk sem væri vel að sér í örorkulífeyriskerfinu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að séu bætur frá TR eftir skatt lagðar saman við barna- og vaxtabætur fái einstæða móðirin 598 þúsund krónur á mánuði. Því til viðbótar fái hún 16.667 krónur í vaxtastuðning í ár sem hún geti notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins. Þetta sé þó allt saman eftir að hann gefi sér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en hann birtir niðurstöðurnar á Google Sheets og segir að talan gæti verið einhvers staðar á þessu bili séu ekki fleiri villur í reiknivél eða á vefsíðu TR. „Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum“ Þá segir Kristófer að meiningin með greininni hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Hann hafi verið að biðja fólk um að dæma hvort ráðstöfunartekjurnar væru glæpsamlegt ofbeldi. „Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings,“ skrifar hann. Þá segir hann að kerfi þjóðarinnar séu flókin hvort sem það sé örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Hans persónulega skoðun sé sú að þessi einstæða móðir sem vitnað er í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni miðað við þær forsendur sem séu gefnar. Loks segist Kristófer munu svara Ragnari Þór sérstaklega í grein. Efnahagsmál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármál heimilisins Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Kristófer birti skoðanagreinina „Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða“ á Vísi í gær sem svar við greininni „Við mótmælum..“ eftir Ragnar Þór, formann VR og Ásthildi Lóu, þingmanns Flokks fólksins, þar sem þau hvöttu fólk til mótmæla háu vaxtastigi. Þar tók hann dæmi um einstæða móður á örorkubótum í erfiðri stöðu og notaði til þess reiknivél á vef TR til að áætla ráðstöfunartekjur hennar. Greinin vakti mikla athygli og kom á daginn að hún var uppfull af rangfærslum vegna galla í reiknivélinni sem Kristófer notaði. Meðal þeirra sem vöktu athygli á rangfærslunum var Ragnar Þór. Hann sagði að ekki nóg með að greinin væri uppfull af rangfærslum heldur vildi Kristófer gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu væru launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Þegar lönd eins og Svíþjóð og Þýskaland væru skoðuð sæist að það væri ekki rétt. Vísaði í gögnin í góðri trú Kristófer hefur gengist við vitlausum útreikningum sínum í nýrri grein á Vísi í kvöld. Honum þykir miður að hafa gert slík mistök en hann hafi treyst á reiknivél TR sem hafi síðan reynst gölluð. „Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt,“ skrifar Kristófer um ráðstöfunartekjur einstæðrar móður sem hann reiknaði út að væru 688 þúsund á mánuði eftir skatt. Hann segist hafa í einfeldni sinni haldið að hann væri með réttar tölur í höndunum þegar hann skoðaði reiknivél opinberrar stofnunar. „Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni,“ skrifar Kristófer. Nýir útreikningar Kristófer birtir í greininni uppfærða útreikninga sem hann segist hafa fengið eftir að hafa ráðfært sig við fólk sem væri vel að sér í örorkulífeyriskerfinu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að séu bætur frá TR eftir skatt lagðar saman við barna- og vaxtabætur fái einstæða móðirin 598 þúsund krónur á mánuði. Því til viðbótar fái hún 16.667 krónur í vaxtastuðning í ár sem hún geti notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins. Þetta sé þó allt saman eftir að hann gefi sér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en hann birtir niðurstöðurnar á Google Sheets og segir að talan gæti verið einhvers staðar á þessu bili séu ekki fleiri villur í reiknivél eða á vefsíðu TR. „Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum“ Þá segir Kristófer að meiningin með greininni hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Hann hafi verið að biðja fólk um að dæma hvort ráðstöfunartekjurnar væru glæpsamlegt ofbeldi. „Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings,“ skrifar hann. Þá segir hann að kerfi þjóðarinnar séu flókin hvort sem það sé örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Hans persónulega skoðun sé sú að þessi einstæða móðir sem vitnað er í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni miðað við þær forsendur sem séu gefnar. Loks segist Kristófer munu svara Ragnari Þór sérstaklega í grein.
Efnahagsmál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármál heimilisins Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira