Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. september 2024 20:25 Tónleikagestir eiga von á mikilli innlifun hljómsveitameðlimanna í kvöld. Vísir Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. „Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Lífið Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Mary drottning hafi undrast á umræðu um brúna skó Björns Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Fréttatía vikunnar: Halla Tómasdóttir, óveður og tölur Lífið Fékk unnustu í afmælisgjöf Lífið Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Bíó og sjónvarp Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Lífið Glæsihús umvafið ósnortnu hrauni Lífið Dreymir um að eiga Range Rover Lífið Fleiri fréttir Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst bara góðir menn í báðum hljómsveitum held ég,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari Dikta aðspurður hvernig kemur til að hljómsveitirnar séu svo miklir vinir. Fréttamaður tók púlsinn á honum og Elís Péturssyni bassaleikara Jeff Who? í Kvöldfréttum. Hljómsveitirnar hafa iðulega spilað saman í gegn um tíðina. „Við spiluðum mikið af tónleikum saman á Nasa og fleiri góðum stöðum í gegn um árin. En ekki í einhver tíu ár. Þannig að við ákváðum að leiða hesta okkar saman á ný,“ segir Haukur. „Já tíu ára pása. Maður þarf að eignast börn, kaupa sér einhvern bíl og vesenast eitthvað. En svo bara gerðist þetta einhvern veginn núna,“ segir Elís. Hverju eiga gestir von á í kvöld? „Miklu fjöri og skemmtilegheitum,“ segir Haukur. Elís tekur í sama streng. „Við verðum örugglega bara mjög hressir.“ Tvö ár eru síðan Dikta gaf út nýtt lag en sextán ár síðan Jeff Who? gaf út nýtt lag. Haukur segir Diktu vera að vinna í nýrri tónlist og hennar megi vænta á næstu mánuðum. Náið þið núna til unga fólksins sem er núna að fylgjast með eins og þið náðuð í denn? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir ungt fólk sko. Börnin sem voru mikið að hlusta á útvarpið þegar við vorum vinsælir, þau eru að koma á tónleika núna,“ segir Haukur. Viðtalið endaði með tóndæmi af hinu geysivinsæla lagi Barfly með Jeff Who? eins og sjá má í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Mest lesið Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Lífið Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Mary drottning hafi undrast á umræðu um brúna skó Björns Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Fréttatía vikunnar: Halla Tómasdóttir, óveður og tölur Lífið Fékk unnustu í afmælisgjöf Lífið Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Bíó og sjónvarp Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Lífið Glæsihús umvafið ósnortnu hrauni Lífið Dreymir um að eiga Range Rover Lífið Fleiri fréttir Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira