Tvöfalda viðbúnað á Ljósanótt í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 12:37 Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Egill Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt tónlistar- og bæjarhátíð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Búist er við talsvert fleiri gestum á hátíðinni í kvöld og viðbúnaður lögreglu verður meira en tvöfaldaður miðað við það sem var í gær. Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33
Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13