Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 22:10 Brynjar og Sigríður furðuðu sig á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins verðu ákveðin mál ríkisstjórnarinnar eins og nýleg húsaleigulög. Vísir Tveir fyrrverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem var hafnað í prófkjöri fyrir þremur árum eru sammála um að núverandi forystu flokksins geti reynst erfitt að sannfæra fólk um að hún sé fær um að snúa genginu við. Flokkurinn er í sögulegum lægðum í skoðanakönnum og kosningum. Áköf naflaskoðun á sér nú stað í Valhöll vegna slæms gengis Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, ekki síst eftir að hann mældist jafn Miðflokknum sem næststærsti flokkurinn í könnun Maskínu í síðustu viku. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til fimmtán ára, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að hann bjóði sig fram til endurkjörs á landsfundi í næsta mánuði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður, hefur lýst sig tilbúna til formennsku. Nú í vikunni varð uppi fótur og fit þegar greint var frá því að Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við tískuverslunina Sautján, hefði óskað eftir leyfi frá miðstjórn flokksins í sumar fyrir því að bjóða fram viðbótarlista í næstu kosningum. Frambjóðendur þess lista rynnu inn í þingflokk sjálfstæðisflokksins næðu einhverjir þeirra kjöri. Ekki á leið í framboð á viðbótarlista Bolli nefndi þau Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann flokksins, og Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem mögulega forystusauði viðbótarlista. Þeim var báðum hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu þingkosningar árið 2021. Hvorugt þeirra sagðist á leið í framboð á svonefndum DD-lista í næstu kosningum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þau voru sammála um að margir sjálfstæðismenn væru ósáttir við að flokkurinn hefði vikið frá grunnstefnu hans í ríkisstjórnarsamstarfinu. Furðuðu þau sig á að þingmenn flokksins verðu mál sem gengju gegn henni. Bæði nefndu þau sérstaklega lög um húsaleigu sem eiga að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda. „Mér finnst bara Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn ekki hafa staðið sig nógu vel í að tala um það sem skiptir máli. Látið margt fara í gegn sem margir sjálfstæðismenn eiga bara mjög erfitt með að sætta sig við,“ sagði Brynjar. Sigríður sagði það til trafala að forystufólk flokksins vildi ekki horfast í augu við útþenslu ríkisútgjalda og ábyrgð stjórnmálamanna á viðvarandi verðbólgu eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún sagðist líta á núverandi ríkisstjórn sem vinstristjórn. Breytingar nauðsynlegar Brynjar og Sigríður töldu að margir yrðu um hituna ef Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður. Þau voru sérstaklega spurð út í ráðherra og forystufólk eins og Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „En ég held að verði erfitt fyrir þetta fólk sem þú ert að nefna hér að telja fólki trú um að þeir geti farið inn á aðrar brautir ef þeir nú þegar viðurkenna ekki stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Sigríður sem taldi málefnalega umræðu um stöðu flokksins vanta. Undir þetta tók Brynjar sem sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins. „Það getur verið mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar sem lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu. Þannig að þú myndir ekki vilja sjá næsta formann flokksins úr ráðherraliðinu? „Nema hann gæti sannfært mig um það að það yrðu einhverjar breytingar. Það er ekkert sem bendir til þess á undanförnum misserum í umræðunni,“ svaraði Brynjar. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Áköf naflaskoðun á sér nú stað í Valhöll vegna slæms gengis Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, ekki síst eftir að hann mældist jafn Miðflokknum sem næststærsti flokkurinn í könnun Maskínu í síðustu viku. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til fimmtán ára, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að hann bjóði sig fram til endurkjörs á landsfundi í næsta mánuði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður, hefur lýst sig tilbúna til formennsku. Nú í vikunni varð uppi fótur og fit þegar greint var frá því að Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við tískuverslunina Sautján, hefði óskað eftir leyfi frá miðstjórn flokksins í sumar fyrir því að bjóða fram viðbótarlista í næstu kosningum. Frambjóðendur þess lista rynnu inn í þingflokk sjálfstæðisflokksins næðu einhverjir þeirra kjöri. Ekki á leið í framboð á viðbótarlista Bolli nefndi þau Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann flokksins, og Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem mögulega forystusauði viðbótarlista. Þeim var báðum hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu þingkosningar árið 2021. Hvorugt þeirra sagðist á leið í framboð á svonefndum DD-lista í næstu kosningum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þau voru sammála um að margir sjálfstæðismenn væru ósáttir við að flokkurinn hefði vikið frá grunnstefnu hans í ríkisstjórnarsamstarfinu. Furðuðu þau sig á að þingmenn flokksins verðu mál sem gengju gegn henni. Bæði nefndu þau sérstaklega lög um húsaleigu sem eiga að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda. „Mér finnst bara Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn ekki hafa staðið sig nógu vel í að tala um það sem skiptir máli. Látið margt fara í gegn sem margir sjálfstæðismenn eiga bara mjög erfitt með að sætta sig við,“ sagði Brynjar. Sigríður sagði það til trafala að forystufólk flokksins vildi ekki horfast í augu við útþenslu ríkisútgjalda og ábyrgð stjórnmálamanna á viðvarandi verðbólgu eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún sagðist líta á núverandi ríkisstjórn sem vinstristjórn. Breytingar nauðsynlegar Brynjar og Sigríður töldu að margir yrðu um hituna ef Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður. Þau voru sérstaklega spurð út í ráðherra og forystufólk eins og Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „En ég held að verði erfitt fyrir þetta fólk sem þú ert að nefna hér að telja fólki trú um að þeir geti farið inn á aðrar brautir ef þeir nú þegar viðurkenna ekki stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Sigríður sem taldi málefnalega umræðu um stöðu flokksins vanta. Undir þetta tók Brynjar sem sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins. „Það getur verið mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar sem lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu. Þannig að þú myndir ekki vilja sjá næsta formann flokksins úr ráðherraliðinu? „Nema hann gæti sannfært mig um það að það yrðu einhverjar breytingar. Það er ekkert sem bendir til þess á undanförnum misserum í umræðunni,“ svaraði Brynjar.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira