Mjúk lending frekar en niðurskurður í fjárlögum Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:07 „Þetta eru góð fjárlög,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fjárlagafrumvarpið sem hann ætlar að leggja fram á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson mun leggja fram fjárlagafrumvarp næstkomandi þriðjudag. Hann segist bjartsýnn um að sátt verði um frumvarpið, en getur ekki tjáð sig um innhald þess að svo stöddu. „Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira