Mjúk lending frekar en niðurskurður í fjárlögum Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:07 „Þetta eru góð fjárlög,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fjárlagafrumvarpið sem hann ætlar að leggja fram á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson mun leggja fram fjárlagafrumvarp næstkomandi þriðjudag. Hann segist bjartsýnn um að sátt verði um frumvarpið, en getur ekki tjáð sig um innhald þess að svo stöddu. „Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
„Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira