Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 13:36 Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði segist óska þess að einhver ráðherra í ríkisstjórninni tæki höfundaréttamál upp á sína arma og sinnti málaflokknum svo sómi sé af. Efst á óskalistanum sé að uppfæra höfundalögin. Vísir/aðsend Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“ Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“
Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09