Lífeyrisþegar halda atkvæðarétti sínum í Blaðamannafélaginu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2024 07:48 Sigríður Dögg Auðunsdóttir ávarpaði félagsmenn á fjölmennum framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í húsakynnum félagsins í Síðumúla í gærkvöldi. Sigríður Dögg er formaður félagsins. Aðsend/Árni Sæberg Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar. Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg. Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg.
Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira