Æfðu viðbragð eftir stórt brunaslys með Bandaríkjaher Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2024 23:02 Starfsmenn Landspítalans og liðsmenn Bandaríkjahers unnu saman í æfingunni. Vísir/Einar Viðbragðsaðilar á Íslandi ásamt Bandaríkjaher æfðu í dag viðbragð við því ef fjöldi fólks fengi alvarleg brunasár á sama tíma. Æfingin gekk vel að sögn þátttakenda sem margir hverjir brugðu sér í gervi sjúklinga. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar
Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55
Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17