Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 14:17 Tvíhliða varnaræfingin Norður-Víkingur fer fram annað hvert ár, en þessi mynd er frá æfingunni hér á landi árið 2022. Vilhelm Gunnarsson Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. Tilgangur æfingarinnar er að „æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða umhverfis Ísland, leit og björgun, gistiríkjastuðning og samhæfingu stofnana sem að verkefninu koma hér á landi,” að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um æfinguna. Æfingin fer að mestu fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og miðar að því að mæta hefðbundinni hernaðarógn á landi, á sjó og í lofti og því viðbúið að almenningur verði var við sveitir, flugvélar, skip og önnur hergögn í tengslum við æfinguna. Einnig verða æfð viðbrögð við fjölþáttaógnum og skemmdarverkum þar sem kann að reyna á viðbrögð og viðbragðsgetu íslenskra stjórnvalda og stofnanna. „Æfðar verða til dæmis uppgöngur í skip, viðbrögð við árás á mikilvæga innviði, kafbátaeftirlit, flutningur á búnaði og liðsafla til Íslands, gistiríkjastuðningur og samskipti við stjórnstöðvar hér á landi, sprengjueyðing, viðgerðir á flugbrautum eftir sprengjuárás, eldsneytisáfyllingar, leit og björgun og sjúkraflutningar. Hingað kemur meðal annars pólsk hersveit með færanleg – óvirk –eldflaugavarnarkerfi til að verjast óvinveittum skipum,” segir ennfremur um æfinguna í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Tilgangur æfingarinnar er að „æfa varnir mikilvægra mannvirkja, varnir sjóleiða umhverfis Ísland, leit og björgun, gistiríkjastuðning og samhæfingu stofnana sem að verkefninu koma hér á landi,” að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um æfinguna. Æfingin fer að mestu fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og miðar að því að mæta hefðbundinni hernaðarógn á landi, á sjó og í lofti og því viðbúið að almenningur verði var við sveitir, flugvélar, skip og önnur hergögn í tengslum við æfinguna. Einnig verða æfð viðbrögð við fjölþáttaógnum og skemmdarverkum þar sem kann að reyna á viðbrögð og viðbragðsgetu íslenskra stjórnvalda og stofnanna. „Æfðar verða til dæmis uppgöngur í skip, viðbrögð við árás á mikilvæga innviði, kafbátaeftirlit, flutningur á búnaði og liðsafla til Íslands, gistiríkjastuðningur og samskipti við stjórnstöðvar hér á landi, sprengjueyðing, viðgerðir á flugbrautum eftir sprengjuárás, eldsneytisáfyllingar, leit og björgun og sjúkraflutningar. Hingað kemur meðal annars pólsk hersveit með færanleg – óvirk –eldflaugavarnarkerfi til að verjast óvinveittum skipum,” segir ennfremur um æfinguna í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira