Reisa 350 metra af girðingum á dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 13:31 Hættulegustu svæði bæjarins verða girt af með girðingum sem samtals verða tæpir sjö kílómetrar. Vísir/Arnar Vinna við að fylla í sprungur og girða af hættuleg svæði í Grindavík er hafin. Tæplega sjö kílómetrar af girðingu verða lagðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í október. Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira