Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 12:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Í könnun Maskínu í vikunni mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst með. Í þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mælist flokkurinn með 17,1 prósent. Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins segir flokkinn í gríðarlega erfiðri stöðu, eins og samstarfsflokkurinn Vinstri græn, sem mælist með 4,6 prósent og 3,4 prósent í sömu könnunum. „VG er líka að hrapa. Þau hafa misst 80 prósent af sínu fylgi til Samfylkingar og Sósíalistaflokksins,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Skjóti hvor annan niður Hann segir ljóst að eðli stjórnarsamstarfsins hafi byggst í of ríkum mæli á að flokkarnir skjóti niður mál hins, frekar en á hefðbundnum málamiðlunum. „Ég held að það væri skynsamlegast fyrir báða þessa flokka að gera það sem ekki er nú alltaf gert í pólitík, að segja bara satt. Að menn nái ekki lengra með þetta stjórnarsamstarf og það sé nauðsynlegt að stokka upp spilin og kjósa upp á nýtt.“ Það verði ekki gert með því að finna ágreining milli flokkanna, og sprengja stjórnina á grundvelli hans. „Það er of seint. Þeir eru búnir að missa þann möguleika,“ segir Þorsteinn. Ný forysta ekki endilega nóg Flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna fer fram í dag. Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir ljóst að staða flokksins og forystu hans verði rædd á fundinum, en Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði til að mynda í tilefni af nýjustu fylgismælingum að fylgið kallaði á breytingar á forystu flokksins. „Ég sé nú ekki í fljótu bragði að það sé líklegt að ný forysta myndi snúa þessu við. Annað í stöðunni væri óbreytt, þeir væru ennþá í þessari ríkisstjórn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ný forysta geti hins vegar hresst upp á ásýnd flokka. „Það er alveg opin spurning hvort nýr formaður myndi ná eitthvað meiri árangur heldur en Bjarni. Og það er líka spurning hvaða nýti formaður væri lílkegur til að hífa upp fylgi flokksins.“ Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar í febrúar næstkomandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur sagt að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystunni, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður sagði í gær að hann myndi taka afstöðu til mögulegs formannsframboðs þegar nær drægi landsfundinum.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05