Flóni er einhleypur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 19:30 Flóni skaust upp á stjörnuhiminn fyrir rúmum sjö árum. Vilhelm Gunnarsson Tónlistarmaðurinn og rapparinn Friðrik Róbertsson sem betur er þekktur sem Flóni er einhleypur. Hann og barnsmóðir hans Hrafnkatla Unnarsdóttir hafa haldið hvort í sína áttina eftir þriggja ára samband. „Við erum í mjög góðu sambandi og erum að einbeita okkur að því að vera góðir foreldrar,“ segir Flóni í samtali við Vísi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. Þrátt fyrir frægðina og að vera þekktur fyrir einlægni sína veitir hann sjaldan viðtöl. Hann sagðist í samtali við Vísi í fyrra vera frekar prívat. Í því viðtali sagði Flóni föðurhlutverkið hafa breytt sýn hans á lífið. Flóni sagðist hafa tekið ákvörðun um það eftir komu sonarins í heiminn að snúa blaðinu við og segja skilið við fyrri lífsstíl. „Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Einlægur í tónlistinni Flóni er eins og áður segir einn af einlægustu listamönnum þjóðarinnar. Hann hefur þegar gefið út plöturnar Floni árið 2017 og svo Floni 2 árið 2019. Í viðtali við Vísi í fyrra sagðist hann stefna á að gefa út þriðju plötuna, gera þetta að þríleik. Sagðist hann ekki útiloka að það yrði hans síðasta plata. „Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar.“ Nýjasta lag Flóna má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan: Ástin og lífið Tímamót Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
„Við erum í mjög góðu sambandi og erum að einbeita okkur að því að vera góðir foreldrar,“ segir Flóni í samtali við Vísi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. Þrátt fyrir frægðina og að vera þekktur fyrir einlægni sína veitir hann sjaldan viðtöl. Hann sagðist í samtali við Vísi í fyrra vera frekar prívat. Í því viðtali sagði Flóni föðurhlutverkið hafa breytt sýn hans á lífið. Flóni sagðist hafa tekið ákvörðun um það eftir komu sonarins í heiminn að snúa blaðinu við og segja skilið við fyrri lífsstíl. „Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Einlægur í tónlistinni Flóni er eins og áður segir einn af einlægustu listamönnum þjóðarinnar. Hann hefur þegar gefið út plöturnar Floni árið 2017 og svo Floni 2 árið 2019. Í viðtali við Vísi í fyrra sagðist hann stefna á að gefa út þriðju plötuna, gera þetta að þríleik. Sagðist hann ekki útiloka að það yrði hans síðasta plata. „Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar.“ Nýjasta lag Flóna má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:
Ástin og lífið Tímamót Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira