Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. ágúst 2024 11:09 Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarna daga. Sumir taka myndir úr lofti með dróna. Vísir/vilhelm Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. Umræðan um háloftin við gosstöðvarnar kemur í kjölfar fréttar sem birtist í gær, þar sem þyrla sást í lágflugi við eldgosið. Drónaflugmaður tók myndband af þessu og sagði áberandi hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru. Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er mönnuðum loftförum ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Þyrlan í ljósmyndaflugi og hafi ekki brotið reglur Reynir Freyr Pétursson, hjá þyrluflugfyrirtækinu HeliAir Iceland, segir að umrætt myndband sé af sér. Hann segir að engar reglur hafi verið brotnar við þetta flug, og að öllu farið með gát. Hann segir að HeliAir Iceland sé með svokallað Special Operation leyfi, sem hann segir hafa verið kallað verkflugsheimildir í gamla daga. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson „HeliAir Iceland er með leyfi fyrir ljósmyndaflug og líka high risk approval sem gerir okkur kleift að fara undir lágmarks flughæðir í ljósmyndaflugi og kvikmyndaflugi. Einnig var flogið fyrir utan haftasvæðið sem er í gildi við gosstöðvarnar,“ segir Reynir. Hann segir að svona lágflug sé eingöngu gert í ljósmyndaflugi, aldrei í farþegaflugi. „Það er algjör misskilningur hjá drónaflugmönnum að þeir eigi flughelgina undir 500 fetunum. Þetta snýst allt um að menn taki tillit hver til annars og öryggi sé í fyrirrúmi,“ segir Reynir. „Venjulega hefur þetta ekki verið neitt stórkostlegt vandamál. Flestir drónar færa sig frá þegar það kemur flugfar. Það vill enginn drónamaður vera þess valdandi að einhver þyrla nauðlendi útaf þeim,“ segir hann. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt drónarnir fljúgi stundum ofar en þeir mega til að ná góðum skotum, svo lengi sem það sé ekki gert innan um önnur flugför. „Á meðan það er einhver skynsemi þarf þetta ekki að vera neitt vandamál,“ segir hann. Pottþétt einhverjir sem fljúgi of hátt Ísak Atli Finnbogason drónaflugmaður, segir að það geti verið að einhverjir drónar séu of hátt uppi. Það séu þó ekki fagmenn. Ísak Atli Finnbogason hefur vakið athygli fyrir beinar útsendingar af gosstöðvunum úr drónum. „Það er haugur af fólki sem er að fara frá bílastæðinu við Grindavíkurveg sem er að dúndra drónunum sínum út, og þau eru ekkert að pæla í hæðarlínunni,“ segir Ísak. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Hann segir að fagmenn í drónaupptökum fylgi yfirleitt öllum reglum. Þyrlur séu reglulega í lágflugi á svæðinu. „Við fáum tilkynningu á fjarstýringuna okkar þegar það er að koma þyrla, og þá getur maður verið vakandi,“ segir hann. Sem dæmi hafi komið tilkynning um að Landhelgisgæslan væri á flugi í gær, og þá hafi hann lækkað drónann eins og hann gat, því Landhelgisgæslan sé oft í miklu lágflugi. Hann telur að það þurfi að fræða fólk betur um drónaflug og hæðartakmarkanir. Fá ábendingar um flughæðir bæði dróna og þyrlna Samgöngustofa fær ábendingar um flughæðir, sem varða ýmist meint lágflug þyrlna og flugvéla og dróna sem talið er að fljúgi of hátt. Þetta kemur fram í skriflegu svari Samgöngustofu til fréttastofu. Þá segir að það hafi reynst nokkuð snúið að sanna flughæðir með ljósmyndum einum saman, því fjarlægðir og afstaða geti haft áhrif. „Loftrými er takmörkuð auðlind. Til að allir geti nýtt það á öruggan hátt er afar brýnt að allir flugmenn, bæði loftfara og dróna, fylgi settum reglum. Mönnuðum loftförum er ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Hafi strangari reglur ekki verið settar við eldgosið, mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Þeir skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum og þeim má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans,“ segir Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu. Hér má finna almennar upplýsingar um notkun dróna. Fjallað var um mikinn áhuga ferðamanna á eldgosinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Umræðan um háloftin við gosstöðvarnar kemur í kjölfar fréttar sem birtist í gær, þar sem þyrla sást í lágflugi við eldgosið. Drónaflugmaður tók myndband af þessu og sagði áberandi hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru. Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er mönnuðum loftförum ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Þyrlan í ljósmyndaflugi og hafi ekki brotið reglur Reynir Freyr Pétursson, hjá þyrluflugfyrirtækinu HeliAir Iceland, segir að umrætt myndband sé af sér. Hann segir að engar reglur hafi verið brotnar við þetta flug, og að öllu farið með gát. Hann segir að HeliAir Iceland sé með svokallað Special Operation leyfi, sem hann segir hafa verið kallað verkflugsheimildir í gamla daga. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson „HeliAir Iceland er með leyfi fyrir ljósmyndaflug og líka high risk approval sem gerir okkur kleift að fara undir lágmarks flughæðir í ljósmyndaflugi og kvikmyndaflugi. Einnig var flogið fyrir utan haftasvæðið sem er í gildi við gosstöðvarnar,“ segir Reynir. Hann segir að svona lágflug sé eingöngu gert í ljósmyndaflugi, aldrei í farþegaflugi. „Það er algjör misskilningur hjá drónaflugmönnum að þeir eigi flughelgina undir 500 fetunum. Þetta snýst allt um að menn taki tillit hver til annars og öryggi sé í fyrirrúmi,“ segir Reynir. „Venjulega hefur þetta ekki verið neitt stórkostlegt vandamál. Flestir drónar færa sig frá þegar það kemur flugfar. Það vill enginn drónamaður vera þess valdandi að einhver þyrla nauðlendi útaf þeim,“ segir hann. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt drónarnir fljúgi stundum ofar en þeir mega til að ná góðum skotum, svo lengi sem það sé ekki gert innan um önnur flugför. „Á meðan það er einhver skynsemi þarf þetta ekki að vera neitt vandamál,“ segir hann. Pottþétt einhverjir sem fljúgi of hátt Ísak Atli Finnbogason drónaflugmaður, segir að það geti verið að einhverjir drónar séu of hátt uppi. Það séu þó ekki fagmenn. Ísak Atli Finnbogason hefur vakið athygli fyrir beinar útsendingar af gosstöðvunum úr drónum. „Það er haugur af fólki sem er að fara frá bílastæðinu við Grindavíkurveg sem er að dúndra drónunum sínum út, og þau eru ekkert að pæla í hæðarlínunni,“ segir Ísak. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Hann segir að fagmenn í drónaupptökum fylgi yfirleitt öllum reglum. Þyrlur séu reglulega í lágflugi á svæðinu. „Við fáum tilkynningu á fjarstýringuna okkar þegar það er að koma þyrla, og þá getur maður verið vakandi,“ segir hann. Sem dæmi hafi komið tilkynning um að Landhelgisgæslan væri á flugi í gær, og þá hafi hann lækkað drónann eins og hann gat, því Landhelgisgæslan sé oft í miklu lágflugi. Hann telur að það þurfi að fræða fólk betur um drónaflug og hæðartakmarkanir. Fá ábendingar um flughæðir bæði dróna og þyrlna Samgöngustofa fær ábendingar um flughæðir, sem varða ýmist meint lágflug þyrlna og flugvéla og dróna sem talið er að fljúgi of hátt. Þetta kemur fram í skriflegu svari Samgöngustofu til fréttastofu. Þá segir að það hafi reynst nokkuð snúið að sanna flughæðir með ljósmyndum einum saman, því fjarlægðir og afstaða geti haft áhrif. „Loftrými er takmörkuð auðlind. Til að allir geti nýtt það á öruggan hátt er afar brýnt að allir flugmenn, bæði loftfara og dróna, fylgi settum reglum. Mönnuðum loftförum er ekki heimilt að fara neðar en 500 fet (um 150 metrum) frá jörðu, nema í flugtaki og lendingu. Hafi strangari reglur ekki verið settar við eldgosið, mega drónar almennt ekki fljúga hærra en 120 metrum yfir jörðu. Þeir skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum og þeim má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans,“ segir Þórhildur Elínardóttir hjá Samgöngustofu. Hér má finna almennar upplýsingar um notkun dróna. Fjallað var um mikinn áhuga ferðamanna á eldgosinu í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira