Hraðminnkandi mengun frá skemmtiferðaskipum á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2024 15:06 Guddi segir að hvíti reykurinn frá skemmtiferðaskipum sé ekki mengun, þetta sé gufa, sem sé hluti af mengunarvörnum skipanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarvörður á Akureyri segir að skemmtiferðaskip mengi miklu minna en þau gerðu áður vegna betri vélbúnaðar og mengunarvarnabúnaðar í skipunum. Hvít slikja hefur oft legið yfir Akureyri í sumar og standa bæjarbúar í þeirri trú að um mengun sé að ræða frá skipunum en hafnarvörðurinn segir það ekki rétt. Við sögðum frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að nú þegar hafi um 150 skemmtiferðaskip heimsótt Akureyri í sumar og 50 eiga eftir að koma það sem eftir er að sumri og hausti. Það hefur verið nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum frá íbúum á Akureyri í sumar þegar þeir eru að birta myndir af mengun frá skipunum en Guðmundur Guðmundsson, alltaf kallaður Guddi og er hafnarvörður segir að þetta sé ekki mengun. „Svo eru bara skipin að breytast svo mikið eins og vélbúnaður og fleira. Þau eru farin að menga miklu minna en þau gerðu áður. Það er mengunarvarnabúnaður í skipunum. Við sjáum stundum stóran og mikinn hvítan reyk stíga upp frá stóru skipunum en það er ekki reykur, það er gufa, það er hreinsibúnaðurinn til að varna menguninni,” segir Guddi og heldur áfram. „Hvíti reykurinn, sem er bara gufa, það eru mengunarvarnirnar og margir halda að þetta sé mengunin en það er alls ekki svo.” Guðmundur Guðmundsson eða Guddi eins og hann er alltaf kallaður, sem er hafnarvörður á Akureyrarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þá bara misskilningur með mengunina? „Já, það er einhver mengun í sumum skipum en þetta fer minnkandi, alveg hraðminnkandi,” segir Guddi. Og Guddi, sem hefur þjónað skemmtiferðaskipum á Akureyri í gegnum árin segir starfið alltaf jafn áhugavert og skemmtilegt. „Þetta er svona eiginlega restin af ferlinum hjá mér og það er gott að fá að enda hér við þetta, ég er að setjast svona í helgan stein,” segir Guddi hafnarvörður. Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Við sögðum frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að nú þegar hafi um 150 skemmtiferðaskip heimsótt Akureyri í sumar og 50 eiga eftir að koma það sem eftir er að sumri og hausti. Það hefur verið nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum frá íbúum á Akureyri í sumar þegar þeir eru að birta myndir af mengun frá skipunum en Guðmundur Guðmundsson, alltaf kallaður Guddi og er hafnarvörður segir að þetta sé ekki mengun. „Svo eru bara skipin að breytast svo mikið eins og vélbúnaður og fleira. Þau eru farin að menga miklu minna en þau gerðu áður. Það er mengunarvarnabúnaður í skipunum. Við sjáum stundum stóran og mikinn hvítan reyk stíga upp frá stóru skipunum en það er ekki reykur, það er gufa, það er hreinsibúnaðurinn til að varna menguninni,” segir Guddi og heldur áfram. „Hvíti reykurinn, sem er bara gufa, það eru mengunarvarnirnar og margir halda að þetta sé mengunin en það er alls ekki svo.” Guðmundur Guðmundsson eða Guddi eins og hann er alltaf kallaður, sem er hafnarvörður á Akureyrarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þá bara misskilningur með mengunina? „Já, það er einhver mengun í sumum skipum en þetta fer minnkandi, alveg hraðminnkandi,” segir Guddi. Og Guddi, sem hefur þjónað skemmtiferðaskipum á Akureyri í gegnum árin segir starfið alltaf jafn áhugavert og skemmtilegt. „Þetta er svona eiginlega restin af ferlinum hjá mér og það er gott að fá að enda hér við þetta, ég er að setjast svona í helgan stein,” segir Guddi hafnarvörður.
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira