Flytur út frá foreldrum sínum þökk sé hundaheppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 11:40 Þjóðhátíðargesturinn er 37 milljónum ríkari. Sannkölluð hundaheppni. Vísir/Vilhelm Einn af þúsundum gesta á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er 37 milljónum krónum ríkari eftir að hafa dottið í lukkupottinn. Hann keypti tíu raða miða í Eurojackpot á leiðinni í Herjólfsdal en breytti einni röð sem reyndist góð ákvörðun. Viðkomandi breytti síðustu röðinni og valdi afmælisdaga fjölskyldunnar sem síðustu röðina. Hann sagði svo í gríni við vini sína að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð. Hann myndi borga allt saman með vinningnum. Eftir partýhöld helgarinnar fékk hann svo símtal frá starfsmanni Getspár. Hann var þá mættur til vinnu, heldur þreyttur eftir átök helgarinnar, og taldi í fyrstu að um símahrekk vinanna væri að ræða. Nei, hann var 37 milljónum krónum ríkari. Fram kemur í tilkynningu frá Getspá að hinn heppni ætli að nýta vinninginn til að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann býr hjá foreldrum en hefur verið að skoða möguleika sína á fasteignamarkaðnum. Þar eru möguleikar ungs fólks af skornum skammti sökum hás fasteignaverðs, lítils framboðs og hárra vaxta á húsnæðislánum. Líkurnar á því að vinna í Eurojackpot eða öðrum svipuðum getraunaleikjum eru litlar sem engar en það þýðir ekki að einn og einn vinni ekki stóra vinninga. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg á dögunum. Sjónarmiðið að styrkja gott málefni og skemmta sér sé þó allt annað. Þjóðhátíð í Eyjum Fjárhættuspil Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Viðkomandi breytti síðustu röðinni og valdi afmælisdaga fjölskyldunnar sem síðustu röðina. Hann sagði svo í gríni við vini sína að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð. Hann myndi borga allt saman með vinningnum. Eftir partýhöld helgarinnar fékk hann svo símtal frá starfsmanni Getspár. Hann var þá mættur til vinnu, heldur þreyttur eftir átök helgarinnar, og taldi í fyrstu að um símahrekk vinanna væri að ræða. Nei, hann var 37 milljónum krónum ríkari. Fram kemur í tilkynningu frá Getspá að hinn heppni ætli að nýta vinninginn til að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann býr hjá foreldrum en hefur verið að skoða möguleika sína á fasteignamarkaðnum. Þar eru möguleikar ungs fólks af skornum skammti sökum hás fasteignaverðs, lítils framboðs og hárra vaxta á húsnæðislánum. Líkurnar á því að vinna í Eurojackpot eða öðrum svipuðum getraunaleikjum eru litlar sem engar en það þýðir ekki að einn og einn vinni ekki stóra vinninga. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg á dögunum. Sjónarmiðið að styrkja gott málefni og skemmta sér sé þó allt annað.
Þjóðhátíð í Eyjum Fjárhættuspil Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira