Kálhaus féll ekki í kramið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 16:13 „Við berum ekki ábyrgð á þessu,“ segja karlarnir við Truss sem var ekki sátt við gjörninginn. Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki skemmt og gekk af sviðinu þegar mótmælendur birtu mynd af kálböggli og skilaboð um slælega efnahagsstjórn hennar þá stuttu tíð sem hún var forsætisráðherra. Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira