Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:06 Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun. vísir/Vilhelm Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira