Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 16:31 Sigríður Ásta og Snædís Lilja breyta sundlaug í leikhús. SAMSETT „Fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns verður rannsakað,“ segja sviðslistakonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sem standa fyrir verkinu Konukroppar og umbreyta sundlaug í leikhús. Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina Lífið Best skipulagða geymsla landsins í glæsihúsi við Laugardalinn Lífið Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Lífið Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Lífið Maður þurfti ekki að vera skyggn Gagnrýni Tjáir sig í fyrsta sinn um bróðurmissinn Lífið „Allir vonuðu að þetta yrði stelpa“ Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Fagnaði 35 árum í sólinni Lífið Kátir tískukarlar hjá Kölska Tíska og hönnun Fleiri fréttir Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn.
Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina Lífið Best skipulagða geymsla landsins í glæsihúsi við Laugardalinn Lífið Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Lífið Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Lífið Maður þurfti ekki að vera skyggn Gagnrýni Tjáir sig í fyrsta sinn um bróðurmissinn Lífið „Allir vonuðu að þetta yrði stelpa“ Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Fagnaði 35 árum í sólinni Lífið Kátir tískukarlar hjá Kölska Tíska og hönnun Fleiri fréttir Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira