Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 16:31 Sigríður Ásta og Snædís Lilja breyta sundlaug í leikhús. SAMSETT „Fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns verður rannsakað,“ segja sviðslistakonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sem standa fyrir verkinu Konukroppar og umbreyta sundlaug í leikhús. Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn.
Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira