Fær ekki hjólastólana sína vegna sumarleyfa Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 14:27 Hjólastóllinn sem um ræðir er til vinstri. Sigurður hefur flutt slíka stóla inn áður. Aðsendar Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Mobility.is segir það fráleitt að sumarfrí opinbers starfsfólks tefji afgreiðslu hjálpartækja fyrir fólk með fötlun. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir vöruskoðun á 14 rafhjólastólum og rafskutlum sem fyrirtæki hans flytur inn. „Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi. Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi.
Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira