Patrik biðst afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2024 11:46 Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, tróð upp á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð við mikil fagnaðarlæti. Viktor Freyr Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason biðst afsökunar á að hafa talað óvarlega í útvarpsþætti á FM957 í síðustu viku. Um misheppnað grín hafi verið að ræða. Hann fordæmi allt kynferðisofbeldi. Þetta segir Patrik í færslu á Instagram. Ummælin féllu í þættinum Veislunni á FM957 síðastliðinn fimmtudag. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin fóru fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, sagði nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að íslenskt samfélag ætti langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Gæta ætti orða sinna og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Vísir greindi frá því í gær að sú ákvörðun hefði verið tekin á útvarpssviði Sýnar að taka Veisluna af dagskrá. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn, staðfesti að þátturinn heyrði sögunni til. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið eða staðfesta að ákvörðunin tengdust ummælum Patriks. „Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut,“ segir Patrik. Hann biður Gústa B, sem haldið hefur úti Veislunni á FM í á þriðja ár, sérstaklega afsökunar. „Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á,“ segir Patrik. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. „Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja,“ segir Patrik. „En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessum samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.“ Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að ná sambandi við Patrik undanfarna viku vegna ummælanna en án árangurs. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Fram undan eru stór verkefni hjá Patrik. Má þar nefna Menningarnæturtónleika Rásar 2 og Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt. YFIRLÝSING: Ég vil biðja alla afsökunar ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut. Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á. Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja. En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessu samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi. FM957 Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Veislan tekin af dagskrá FM957 Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. 8. ágúst 2024 18:13 „Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. 7. ágúst 2024 12:20 Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ 7. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Þetta segir Patrik í færslu á Instagram. Ummælin féllu í þættinum Veislunni á FM957 síðastliðinn fimmtudag. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin fóru fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, sagði nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að íslenskt samfélag ætti langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Gæta ætti orða sinna og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Vísir greindi frá því í gær að sú ákvörðun hefði verið tekin á útvarpssviði Sýnar að taka Veisluna af dagskrá. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn, staðfesti að þátturinn heyrði sögunni til. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið eða staðfesta að ákvörðunin tengdust ummælum Patriks. „Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut,“ segir Patrik. Hann biður Gústa B, sem haldið hefur úti Veislunni á FM í á þriðja ár, sérstaklega afsökunar. „Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á,“ segir Patrik. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. „Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja,“ segir Patrik. „En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessum samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.“ Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að ná sambandi við Patrik undanfarna viku vegna ummælanna en án árangurs. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Fram undan eru stór verkefni hjá Patrik. Má þar nefna Menningarnæturtónleika Rásar 2 og Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt. YFIRLÝSING: Ég vil biðja alla afsökunar ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut. Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á. Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja. En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessu samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.
YFIRLÝSING: Ég vil biðja alla afsökunar ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut. Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á. Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja. En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessu samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.
FM957 Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Veislan tekin af dagskrá FM957 Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. 8. ágúst 2024 18:13 „Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. 7. ágúst 2024 12:20 Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ 7. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Veislan tekin af dagskrá FM957 Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. 8. ágúst 2024 18:13
„Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. 7. ágúst 2024 12:20
Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ 7. ágúst 2024 11:00