Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar