Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar