Grunur um innflutning á fíkniefnum kviknaði við eftirlit Lovísa Arnardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. ágúst 2024 09:19 Lögreglan var við höfnina á Höfn í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið fíkniefnum. Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu. Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Í henni segir að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá segir að rannsóknin sé skammt á veg komin, og að ekki sé unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu. Ekki kemur fram hvort einhver yfir höfuð eða þá hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði forræði yfir málinu. Það er svo umfangsmikið að sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglufólk af Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir að Gæslan hafi unnið að verkefni með lögreglu á staðnum í gær. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir að sérsveitin hafi komið að aðgerðum sömuleiðis. Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær en þar kom fram að málið tengdist báti sem kom til Hafnar í gær og að nokkrir lögreglumenn hefðu verið við smábátahöfnina á Höfn í gær. Mbl flutti frétt af málinu sem virðist hafa verið sögð á viðkvæmum tímapunkti því fréttin var fjarlægð af vefnum að beiðni lögreglunnar. Ekki hefur náðst í Grím Grímsson, yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar, það sem af er degi þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:28 með tilkynningu frá lögreglu.
Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira