Sjálfstæðisflokkurinn í „meiriháttar vandræðum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. ágúst 2024 12:05 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðuna alvarlega í Valhöll. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni. Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira