Svarar ekki símtölum sonarins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 16:36 Samband Harry við Vilhjálm og Karl hefur verið stirt undanfarin ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Karl Bretakonungur svarar ekki símtölum yngri sonar síns Harry Bretaprinsar. Feðgarnir hafa lítið sem ekkert talað saman undanfarið og ekki sést síðan í febrúar síðastliðnum þegar Karl tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri með krabbamein. Þetta er fullyrt í breska götublaðinu The Sun. Þar er haft eftir ónefndum heimildarmanni sem fullyrt er að sé vinur Harry að ekkert gangi hjá prinsinum að bæta samband sitt við föður sinn. Líkt og flestir vita hefur Harry undanfarin ár búið í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Meghan Markle og börnum þeirra tveimur. „Símtölum hans er ekki svarað, hann hefur reynt að ná í konunginn og ræða heilsu hans, en þeim símtölum er líka ósvarað,“ hefur götublaðið eftir ónefndum heimildarmanninum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Harry og Meghan stefni á að fara í heimsókn til Kólumbíu síðar á árinu. Þar segir að Harry óttist hinsvegar öryggi sitt. Hann stendur enn í málaferlum gegn breskum yfirvöldum eftir að hafa verið sviptur sérstakri vernd sem konungsfjölskyldunni er veitt. Harry hefur farið fram á að fá öryggisverði aftur sem greiddir eru af breska ríkinu, án árangurs. Á milli steins og sleggju Fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins að Meghan Markle myndi helst af öllu vilja að Harry léti af málaferlum sínum vegna málsins. Það komi hinsvegar ekki til greina af hálfu prinsins þar sem það varði öryggi fjölskyldunnar. Þá segir í umfjöllun blaðsins að málaferlin séu það helsta sem hafi komið í veg fyrir að prinsinn og konungurinn nái sáttum. „Harry óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og hann telur að sá eini sem geti gert eitthvað í málunum sé faðir hans. Hann er staðráðinn í því að verja fjölskyldu sína,“ hefur blaðið eftir vini prinsins. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Þetta er fullyrt í breska götublaðinu The Sun. Þar er haft eftir ónefndum heimildarmanni sem fullyrt er að sé vinur Harry að ekkert gangi hjá prinsinum að bæta samband sitt við föður sinn. Líkt og flestir vita hefur Harry undanfarin ár búið í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Meghan Markle og börnum þeirra tveimur. „Símtölum hans er ekki svarað, hann hefur reynt að ná í konunginn og ræða heilsu hans, en þeim símtölum er líka ósvarað,“ hefur götublaðið eftir ónefndum heimildarmanninum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Harry og Meghan stefni á að fara í heimsókn til Kólumbíu síðar á árinu. Þar segir að Harry óttist hinsvegar öryggi sitt. Hann stendur enn í málaferlum gegn breskum yfirvöldum eftir að hafa verið sviptur sérstakri vernd sem konungsfjölskyldunni er veitt. Harry hefur farið fram á að fá öryggisverði aftur sem greiddir eru af breska ríkinu, án árangurs. Á milli steins og sleggju Fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins að Meghan Markle myndi helst af öllu vilja að Harry léti af málaferlum sínum vegna málsins. Það komi hinsvegar ekki til greina af hálfu prinsins þar sem það varði öryggi fjölskyldunnar. Þá segir í umfjöllun blaðsins að málaferlin séu það helsta sem hafi komið í veg fyrir að prinsinn og konungurinn nái sáttum. „Harry óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og hann telur að sá eini sem geti gert eitthvað í málunum sé faðir hans. Hann er staðráðinn í því að verja fjölskyldu sína,“ hefur blaðið eftir vini prinsins.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira