Svarar ekki símtölum sonarins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 16:36 Samband Harry við Vilhjálm og Karl hefur verið stirt undanfarin ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Karl Bretakonungur svarar ekki símtölum yngri sonar síns Harry Bretaprinsar. Feðgarnir hafa lítið sem ekkert talað saman undanfarið og ekki sést síðan í febrúar síðastliðnum þegar Karl tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri með krabbamein. Þetta er fullyrt í breska götublaðinu The Sun. Þar er haft eftir ónefndum heimildarmanni sem fullyrt er að sé vinur Harry að ekkert gangi hjá prinsinum að bæta samband sitt við föður sinn. Líkt og flestir vita hefur Harry undanfarin ár búið í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Meghan Markle og börnum þeirra tveimur. „Símtölum hans er ekki svarað, hann hefur reynt að ná í konunginn og ræða heilsu hans, en þeim símtölum er líka ósvarað,“ hefur götublaðið eftir ónefndum heimildarmanninum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Harry og Meghan stefni á að fara í heimsókn til Kólumbíu síðar á árinu. Þar segir að Harry óttist hinsvegar öryggi sitt. Hann stendur enn í málaferlum gegn breskum yfirvöldum eftir að hafa verið sviptur sérstakri vernd sem konungsfjölskyldunni er veitt. Harry hefur farið fram á að fá öryggisverði aftur sem greiddir eru af breska ríkinu, án árangurs. Á milli steins og sleggju Fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins að Meghan Markle myndi helst af öllu vilja að Harry léti af málaferlum sínum vegna málsins. Það komi hinsvegar ekki til greina af hálfu prinsins þar sem það varði öryggi fjölskyldunnar. Þá segir í umfjöllun blaðsins að málaferlin séu það helsta sem hafi komið í veg fyrir að prinsinn og konungurinn nái sáttum. „Harry óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og hann telur að sá eini sem geti gert eitthvað í málunum sé faðir hans. Hann er staðráðinn í því að verja fjölskyldu sína,“ hefur blaðið eftir vini prinsins. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þetta er fullyrt í breska götublaðinu The Sun. Þar er haft eftir ónefndum heimildarmanni sem fullyrt er að sé vinur Harry að ekkert gangi hjá prinsinum að bæta samband sitt við föður sinn. Líkt og flestir vita hefur Harry undanfarin ár búið í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Meghan Markle og börnum þeirra tveimur. „Símtölum hans er ekki svarað, hann hefur reynt að ná í konunginn og ræða heilsu hans, en þeim símtölum er líka ósvarað,“ hefur götublaðið eftir ónefndum heimildarmanninum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Harry og Meghan stefni á að fara í heimsókn til Kólumbíu síðar á árinu. Þar segir að Harry óttist hinsvegar öryggi sitt. Hann stendur enn í málaferlum gegn breskum yfirvöldum eftir að hafa verið sviptur sérstakri vernd sem konungsfjölskyldunni er veitt. Harry hefur farið fram á að fá öryggisverði aftur sem greiddir eru af breska ríkinu, án árangurs. Á milli steins og sleggju Fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins að Meghan Markle myndi helst af öllu vilja að Harry léti af málaferlum sínum vegna málsins. Það komi hinsvegar ekki til greina af hálfu prinsins þar sem það varði öryggi fjölskyldunnar. Þá segir í umfjöllun blaðsins að málaferlin séu það helsta sem hafi komið í veg fyrir að prinsinn og konungurinn nái sáttum. „Harry óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og hann telur að sá eini sem geti gert eitthvað í málunum sé faðir hans. Hann er staðráðinn í því að verja fjölskyldu sína,“ hefur blaðið eftir vini prinsins.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira