Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:33 Bjarni segir Sjálfstæðismenn taka stöðunni alvarlega. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira