Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:33 Bjarni segir Sjálfstæðismenn taka stöðunni alvarlega. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Bjarni segir fylgið hafa verið óviðunandi í nokkurt skeið og að við því þurfi að bregðast. „Og við munum gera það í aðdraganda kosninga með því að skerpa á skilaboðunum um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og vill gera fyrir samfélagið,“ segir Bjarni. Óánægjufylgi stjórnarandstöðunnar Hann segir dvínandi fylgi megi frekar rekja til verðbólgumælinga og hárra vaxta heldur en málflutnings stjórnarandstöðunnar og telur að stöðunni megi snúa við fyrir komandi kosningar. „Auðvitað tökum við Sjálfstæðismenn þessu alvarlega. Mælingar eitt prósent til og frá eru ekki að færa mér nein stórtíðindi, fylgið hefur einfaldlega verið lágt. Svo er það bara þetta að það er mjög takmarkað sem mælingar löngu fyrir kosningar hafa forspárgildi fyrir kosningarnar og úr þeirri staðreynd ætlum við að spila,“ segir Bjarni. Bjarni dregur þá ályktun af niðurstöðum skoðanakannana að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að dreifast á marga flokka vegna óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. „Það er til að æra óstöðugan ef menn ætla að stjórna landinu eftir því sem vindar blása að hverju sinni. Við erum hér að störfum. Við fengum sterkt umboð í síðustu kosningum. við þurfum að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru og fara síðan í djúpt samtal við kjósendur í aðdraganda kosninga. Í millitíðinni geta skoðanakannanir sveiflast til og frá eins og þær hafa alltaf gert og þær geta ekki sett okkur út af sporinu,“ segir hann. Fjölskyldumálin efst á baugi ríkisstjórnar Bjarni segir áherslu verða lagða í haust á mál í stjórnarsáttmálanum sem fylgja þurfi eftir. Samgönguáætlun dagaði uppi í vor sem verður á dagskrá í haust. Þá verða fjárlög og svo undirbúningur fyrir fjármálaáætlun til næstu ára. „Þetta skiptir gríðarlegu máli í efnahagslega samhenginu,“ segir Bjarni. Þá segir hann stöðuna á húsnæðismarkaði ekki vera nægilega góða og að fylgja þurfi eftir verkefnum sem snerta húsnæðisuppbyggingu til að sporna við áframhaldandi hækkun á íbúðaverði og hækkandi þröskuldi fyrir ungu kynslóðirnar inn á húsnæðismarkað. Bjarni segist einnig vera umhugað um aðgerðir vegna stöðunnar í menntamálum. „Fjölskyldumálin heilt yfir eru verkefni sem ríkisstjórnin er að vinna á hinum ýmsa vettvangi í ólíkum ráðuneytum og verða augljóslega verkefni til þess að vinna úr í vetur,“ segir hann að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira