Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júlí 2024 19:18 Myndin er úr safni. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna. Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna.
Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira