Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 12:40 JD Vance segir demókrata barnlausar kattarkonur. Jennifer Aniston segist ekki trúa því að mögulegur varaforseti láti slíkt út úr sér. Vísir Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff. Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff.
Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“