Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 12:40 JD Vance segir demókrata barnlausar kattarkonur. Jennifer Aniston segist ekki trúa því að mögulegur varaforseti láti slíkt út úr sér. Vísir Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff. Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff.
Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira