Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2024 12:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er ekki sérlega sáttur við málflutning Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira