„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 20:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var talinn gefa áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Þá er banatilræði gegn Trump talið hafa styrkt kjörgengi hans. Biden vill nú að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu þegar um þrír og hálfur mánuður eru til kosninga. „Hann hefur bara séð sína sæng uppreidda. Hann var kominn alveg út í horn. Þetta var orðið vonlaust en maður var ekki viss hvernig hann myndi snúa sér í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um stöðu Biden. Líkur séu á því að þessi yfirlýsing hafi verið í undirbúningi í einhvern tíma og nú reynt að draga úr hættunni á óvæntum uppákomum. „En hvort þetta dugi til að snúa stöðunni við er allt annað mál, maður veit það bara ekki enn þá.“ Óljóst með stuðning Dæmi er um að Kamala Harris hafi mælst sterkari en Biden í könnunum en Eiríkur segir lítið að marka slíkar mælingar áður en flokkurinn hefur stillt henni upp sem frambjóðanda og valið sér varaforsetaefni. „Nú er komin upp ný staða og við eigum eftir að sjá mælingar eftir að demókratarnir stilla þessu fram. Að mörgu leyti var þetta eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi. Það var einhvern veginn ekkert annað sem maður gat séð.“ Donald Trump hafi undanfarið haft feikilegan vind í seglin og siglt hraðbyri í stól forseta. Þetta hafi í raun verið eini leikurinn í stöðunni fyrir demókrata og spurningin helst verið hvort Biden yrði samvinnuþýður. „Eins og ég les þetta þá náði Donald Trump algjöru frumkvæði, fyrst eftir þessar kappræðum og svo við þetta tilræði og sú ævintýralegu atburðarás sem var í kringum það og skildi demókrata eftir í reyk. Þetta er tilraun til að ná einhvers konar frumkvæði aftur.“ Leysir kjörmenn sína á flokksþinginu Til stóð að kjörmenn myndu kjósa Biden sem formlegt forsetaefni demókrata á flokksþingi sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Eiríkur segir nú viðbúið að Biden muni nýta heimild til losa þá kjörmenn sem hann hlaut í forkosningum flokksins undan þeirri kvöð að kjósa sig og hvetja þá til að styðja Harris. Þrátt fyrir það sé fulltrúunum frjálst að styðja aðra frambjóðendur til forsetaefnis, bjóði þeir sig fram á flokksþinginu. Slóðin sé því ekki alveg troðin fram á við og einhver óvissa ríki um framhaldið. Nú fari umræða um varaforsetaefni á fullt en nafn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu hefur meðal annars verið nefnt í því samhengi. „Nú þarf bara að sjá hvort [Harris] nái að snúa vörn í sókn.“ Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var talinn gefa áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Þá er banatilræði gegn Trump talið hafa styrkt kjörgengi hans. Biden vill nú að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu þegar um þrír og hálfur mánuður eru til kosninga. „Hann hefur bara séð sína sæng uppreidda. Hann var kominn alveg út í horn. Þetta var orðið vonlaust en maður var ekki viss hvernig hann myndi snúa sér í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um stöðu Biden. Líkur séu á því að þessi yfirlýsing hafi verið í undirbúningi í einhvern tíma og nú reynt að draga úr hættunni á óvæntum uppákomum. „En hvort þetta dugi til að snúa stöðunni við er allt annað mál, maður veit það bara ekki enn þá.“ Óljóst með stuðning Dæmi er um að Kamala Harris hafi mælst sterkari en Biden í könnunum en Eiríkur segir lítið að marka slíkar mælingar áður en flokkurinn hefur stillt henni upp sem frambjóðanda og valið sér varaforsetaefni. „Nú er komin upp ný staða og við eigum eftir að sjá mælingar eftir að demókratarnir stilla þessu fram. Að mörgu leyti var þetta eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi. Það var einhvern veginn ekkert annað sem maður gat séð.“ Donald Trump hafi undanfarið haft feikilegan vind í seglin og siglt hraðbyri í stól forseta. Þetta hafi í raun verið eini leikurinn í stöðunni fyrir demókrata og spurningin helst verið hvort Biden yrði samvinnuþýður. „Eins og ég les þetta þá náði Donald Trump algjöru frumkvæði, fyrst eftir þessar kappræðum og svo við þetta tilræði og sú ævintýralegu atburðarás sem var í kringum það og skildi demókrata eftir í reyk. Þetta er tilraun til að ná einhvers konar frumkvæði aftur.“ Leysir kjörmenn sína á flokksþinginu Til stóð að kjörmenn myndu kjósa Biden sem formlegt forsetaefni demókrata á flokksþingi sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Eiríkur segir nú viðbúið að Biden muni nýta heimild til losa þá kjörmenn sem hann hlaut í forkosningum flokksins undan þeirri kvöð að kjósa sig og hvetja þá til að styðja Harris. Þrátt fyrir það sé fulltrúunum frjálst að styðja aðra frambjóðendur til forsetaefnis, bjóði þeir sig fram á flokksþinginu. Slóðin sé því ekki alveg troðin fram á við og einhver óvissa ríki um framhaldið. Nú fari umræða um varaforsetaefni á fullt en nafn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu hefur meðal annars verið nefnt í því samhengi. „Nú þarf bara að sjá hvort [Harris] nái að snúa vörn í sókn.“
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41