„Í engu ástandi til að sýsla með slík vopn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 08:10 Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í nótt. vísir Tveir voru handteknir í nótt, grunaðir um eignarspjöll og líkamsárás í íbúð í fjölbýlishúsi. Húsráðandi geymdi skotvopn án réttinda í fataskáp. Frá þessu er greint í tilkynningu lögreglu þar sem greint er frá „markverðum málum“ síðasta sólarhrings. Aðstoðar lögreglu hafi verið óskað vegna ofbeldis í fjölbýlishúsi. Þar hafi nokkrir menn verið undir áhrifum fíkniefna og húsráðandi með nokkur skotvopn geymd inni í fataskáp. „Húsráðandi var ekki með gild skotvopnaréttindi og, enn fremur, í engu ástandi til að sýsla með slík vopn. Byssurnar voru haldlagðar og er húsráðandi grunaður um vopnalagabrot,“ segir í tilkynningu lögreglu. Árásargjarn í annarlegu ástandi Þá er greint frá konu sem handtekin var grunuð um að hafa ekið á vegrið undir áhrifum fíkniefna. „Dregið var blóðsýni úr konunni og hún síðan vistuð í fangageymslu. Bifreiðin skemmdist töluvert við áreksturinn og var dregin í burtu með dráttarbifreið.“ Losk er sagt frá æstum og árásargjörnum manni í annarlegu ástandi á bar, sem réðist gegn öðrum manni. „Taka þurfti hann lögreglutökum og handtaka þannig, en maðurinn streittist verulega gegn handtöku. Þá þurftu lögreglumenn að halda manninum, óðum af bræði og ölvun, á jörðinni á meðan beðið var eftir stærri lögreglubifreið svo flytja mætti manninn til vistunar í fangageymslu.“ Lögregla kunni ekki deili á manninum, þar sem hann hafi ekki verið með skilríki meðferðis og ekki svarað spurningum lögreglumanna um nafn. Lögreglumál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu lögreglu þar sem greint er frá „markverðum málum“ síðasta sólarhrings. Aðstoðar lögreglu hafi verið óskað vegna ofbeldis í fjölbýlishúsi. Þar hafi nokkrir menn verið undir áhrifum fíkniefna og húsráðandi með nokkur skotvopn geymd inni í fataskáp. „Húsráðandi var ekki með gild skotvopnaréttindi og, enn fremur, í engu ástandi til að sýsla með slík vopn. Byssurnar voru haldlagðar og er húsráðandi grunaður um vopnalagabrot,“ segir í tilkynningu lögreglu. Árásargjarn í annarlegu ástandi Þá er greint frá konu sem handtekin var grunuð um að hafa ekið á vegrið undir áhrifum fíkniefna. „Dregið var blóðsýni úr konunni og hún síðan vistuð í fangageymslu. Bifreiðin skemmdist töluvert við áreksturinn og var dregin í burtu með dráttarbifreið.“ Losk er sagt frá æstum og árásargjörnum manni í annarlegu ástandi á bar, sem réðist gegn öðrum manni. „Taka þurfti hann lögreglutökum og handtaka þannig, en maðurinn streittist verulega gegn handtöku. Þá þurftu lögreglumenn að halda manninum, óðum af bræði og ölvun, á jörðinni á meðan beðið var eftir stærri lögreglubifreið svo flytja mætti manninn til vistunar í fangageymslu.“ Lögregla kunni ekki deili á manninum, þar sem hann hafi ekki verið með skilríki meðferðis og ekki svarað spurningum lögreglumanna um nafn.
Lögreglumál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira