Fengu veður af eldingum og þurftu að slaufa tónleikunum Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:31 Hér sést Dave Grohl ræða við tónleikagesti. Þessi mynd er þó ekki tekin á tónleikunum sem hér um ræðir heldur á Hróarskeldu í Danmörku í sumar. EPA/HELLE ARENSBAK Hættulegt veður olli því að bandaríska hljómsveitin Foo Fighters neyddist til að slaufa tónleikum sínum fyrr en planið var. Hljómsveitin reyndi að spila í gegnum veðrið en að lokum var ákveðið að það gæti ekki gengið lengur. Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira