Alvarleg staða uppi í kattaheimum Jón Ísak Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. júlí 2024 22:08 Hanna segir að Kattholt sé yfirfullt, köttur sé í hverju rými og rúmlega það. Vísir/Sigurjón Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. „Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón Dýr Kettir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Við erum yfirfull, það eru kettir í hverju rými. Við erum með kött inni á starfsmannasalerni, inni í bílskúr, á matarganginum, bara í hverju einasta rými hjá okkur. Þetta er svolítið svart ástand,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hún segir að tölurnar séu sláandi, hún heyri endalaust af köttum sem þurfi ný heimili. Á hverjum degi dúndrist inn Facebook færslur af köttum í leit að nýjum heimilum, og einnig séu margir kettir og hundar á skrá Dýrahjálpar. Þetta virðist gerast svolítið á sumrin síðustu ár, af hverju? „Já fólk er að fara í sumarfrí, eða flytja eða komið upp ofnæmi á heimilinu eða eitthvað slíkt. Á meðan fólk er í sumarfríum er enginn að ætleiða, þannig er bara venjan,“ segir Hanna. Fólk hringi inn á hverjum degi, og vilji losa sig við kettina sína. „Ég verð bara því miður að vísa þeim frá sem eru ekki neyðartilvik,“ segir Hanna. Guðbrandur er þrífættur gosflóttaköttur frá Grindavík. Hann býr úti á gangi.Vísir/Sigurjón Í augnablikinu vísi Kattholt á Dýrahjálp, og bendir fólki á að auglýsa sjálft á Facebook. Hverju beinir þú til fólks sem er í þessum hugleiðingum? „Í guðs bænum, örmerkið dýrin ykkar, geldið dýrin ykkar, hættið að styðja kettlingamyllur. Reynum að sýna smá ábyrgð í verki,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Köttur er í hverju búri.Vísir/Sigurjón
Dýr Kettir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira