„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 12:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið. Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa. Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa.
Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira