„Maður er að rifna af monti“ Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 11:41 Ingvar leikur aðalhlutverkið í O og ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um hversu frábær leikari hann er. O verður í aðalkeppni stuttumynda í Feneyjum. aðsend Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. „Auðvitað er ég persónulega voðalega ánægður. Maður er að rifna af monti yfir fólkinu sem kom að myndinni. Þetta er stór áfangi fyrir okkur öll. Leikstjóranum er yfirleitt hamapð og hann settur fremst en það er her manna sem kemur að myndum sem þessum,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúna segir um sama hópinn að ræða og stóðo að baki Ljósbroti, sem valin var inn á Cannes á þessu ári en þessar kvikmyndahátíðir eru þær stærstu sem um getur á sínu sviði. „Þetta er mikill árangur þessa hóps,“ segir Rúnar. Mikil velgengni Rúnars og hans fólks Ljósbrot var valin opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin „standandi lófaklapp áhorfanda“ í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Rúnar kann sér vart læti, tvær mynda hans hafa heldur betur verið að gera það gott á þessu ári. O er komið á Feneyjahátíðina og Ljósbrot sló í gegn á Cannes.Mynd/Claudia Hausfeld Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð. O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Er þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Úr myndiinni Ljósbrot. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. Rúnar segist vitaskuld afar ánægður með þennan mikla heiður. „Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.” Myndirnar koma fljótlega fyrir augu Íslendinga Heather Millard framleiðandi er að sama skapi ánægð: „Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Hluti hópsins sem stendur að Ljósbroti á Rauða teppinu. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið Íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“ Skilmálar sem þessar stóru hátíðir setja eru að um sé að ræða heimsfrumsýningar á þeim myndum sem teknar eru inn. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september munu myndirnar verða sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. „Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Auðvitað er ég persónulega voðalega ánægður. Maður er að rifna af monti yfir fólkinu sem kom að myndinni. Þetta er stór áfangi fyrir okkur öll. Leikstjóranum er yfirleitt hamapð og hann settur fremst en það er her manna sem kemur að myndum sem þessum,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Rúna segir um sama hópinn að ræða og stóðo að baki Ljósbroti, sem valin var inn á Cannes á þessu ári en þessar kvikmyndahátíðir eru þær stærstu sem um getur á sínu sviði. „Þetta er mikill árangur þessa hóps,“ segir Rúnar. Mikil velgengni Rúnars og hans fólks Ljósbrot var valin opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin „standandi lófaklapp áhorfanda“ í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Rúnar kann sér vart læti, tvær mynda hans hafa heldur betur verið að gera það gott á þessu ári. O er komið á Feneyjahátíðina og Ljósbrot sló í gegn á Cannes.Mynd/Claudia Hausfeld Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð. O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Er þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Úr myndiinni Ljósbrot. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. Rúnar segist vitaskuld afar ánægður með þennan mikla heiður. „Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.” Myndirnar koma fljótlega fyrir augu Íslendinga Heather Millard framleiðandi er að sama skapi ánægð: „Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Hluti hópsins sem stendur að Ljósbroti á Rauða teppinu. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið Íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“ Skilmálar sem þessar stóru hátíðir setja eru að um sé að ræða heimsfrumsýningar á þeim myndum sem teknar eru inn. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september munu myndirnar verða sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. „Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira