Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 18:50 Frá og með næstu áramótum þurfa eigendur bensín- og olíubíla að greiða sérstakt kílómetragjald, eins og eigendur rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla hafa gert á þessu ári. Til stendur að fella brott bensín og olíugjöld. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er. Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Þessi áform hafa legið fyrir frá því í fyrra. Þegar frumvarpið um kílómetragjald á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla var lagt fram síðasta haust, kom fram að áform væru uppi um að leggja gjaldið einnig á bensín- og olíubíla að ári liðnu. Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis Áformin eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, en til stendur að leggja fram frumvarp um málið á haustþingi. Fram kemur að kílómetragjaldið verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyng 3.500 kg eða minna. Fyrir liggi að þau ökutæki valdi almennt áþekku vegsliti. Fari leyfð heildarþyngd ökutækisins umfram 3.500 kg, mun fjárhæð kílómetragjaldsins taka mið af heildarþyngd út frá útreikningi á tilteknum þyngdarstuðli. Gjaldið muni þannig fara stighækkandi með aukinni þyngd ökutækisins, en niðurbrotsáhrif þungra bifreiða á vegum landsins séu mun meiri heldur en léttari bifreiða. Ekki kemur fram hverjar upphæðirnar koma til með að verða, en í ár hefur gjaldið verið fastar sex krónur á hvern ekinn kílómetra á rafmagns og vetnisbílum, og tvær krónur á hvern kílómeter á tengiltvinnbílum. Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu Þá segir að kílómetragjaldið komi í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Þau verði samhliða felld brott. „Nýtt kerfi tryggir að fjárhagslegur hvati verði áfram til orkuskipta. Í kerfisbreytingunni felst hækkun á kolefnisgjaldi sem einnig styður við þennan hvata,“ segir í samráðsgáttinni. Einnig stendur að orkukostnaður og viðhaldskostnaður rafmagnsbíla verði áfram umtalsvert lægri en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fram kemur að markmiðin sem stefnt sé að með frumvarpinu séu eftirfarandi: Tryggja ríkissjóði sjálfbæra tekjuöflun af ökutækjum til framtíðar í því skyni að treysta forsendur fyrir fjármögnun á uppbyggingu og rekstri vegakerfisins. Auka gagnsæi í gjaldtöku í samræmi við notkun ökutækja á vegum landsins. Byggja upp einfalt og notendavænt gjaldtökukerfi ökutækja. Samræma gjaldtöku með innleiðingu á einu kerfi fyrir alla gjaldtöku. Aðlögun að orkuskiptum og að framtíðarþróun, m.a. með álagningu kolefnisgjalds á mengandi ökutæki. Engar umsagnir hafa borist enn sem komið er.
Bílar Skattar og tollar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira