Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 19:24 Arndís Kjartansdóttir, stofnandi mótmælahópsins, og Davíð Arnar Stefánsson, oddviti VG í Hafnarfirði. Vísir/Einar Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum