Innlent

Rúm­lega tuttugu þúsund færri ferða­menn í júní

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mælingin tók til farþega sem fóru frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll.
Mælingin tók til farþega sem fóru frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig.

Þetta kemur fram í nýjum mælingum Ferðamálastofu.

Frá áramótum hafa um 963 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 953 þúsund talsins. Um er að ræða eins prósents fjölgun milli ára.

Ferðamálastofa

Samtals voru brottfarir á tímabilinu janúar til júní í ár tæplega 93 prósent af þeim brottförum sem mældust á sama tímabili metárið 2018.

Brottfarir Íslendinga voru um 65 þúsund í júní. Það er tæplega tíu þúsundum minna meira en í júní í fyrra Frá áramótum hafa um 298 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 293 þúsund. Um er að ræða 1,6 prósenta fjölgun milli ára.

Flestar brottfarir í júní voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna eða 81 þúsund talsins sem er um tuttugu prósent minna en í júní í fyrra. Þjóðverjar voru í öðru sæti, um 15 þúsund talsins talsins og tæplega átján prósent færri en í sama mánuði í fyrra.

FerðamálastofaFleiri fréttir

Sjá meira


×