Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 22:39 Margrét Gísladóttir segir Kaup KS á Kjarnafæði jákvætt skref í rétta átt. Stærri og burðugri rekstrareiningar bæti samkeppnishæfni innlends landbúnaðar. Vísir/Vilhelm Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41