Myndskeið af flugi loftbelgs yfir Rangárvöllum í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2024 14:29 Loftbelgurinn á flugi norðan við byggðina á Hellu snemma í morgun. Sveinbjörn Darri Matthíasson Fyrsta loftbelgsflugið yfir Rangárvöllum í morgun stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund og tókst að óskum. Ljósmyndir og myndskeið úr flugferðinni frá Flugmálafélagi Íslands fylgja þessari frétt. Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30