„Í upphafi var tribal teknóið vinsælast en svo týndu menn því” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2024 15:11 Addi Exos er einn þekktasti og reyndasti teknó plötusnúðurinn á Íslandi. Aðsend Arnviður Snorrason hefur unnið sem plötusnúður og tónlistarmaður í fjölda ára. Eflaust þekkja flestir hann betur undir nafninu Addi Exos. Hann spilar teknó og hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða á Íslandi. Hann skipuleggur nú þrenna tónleika á skemmtistaðnum Radar þar sem fram koma þrír þekktir teknó plötusnúðar. Fyrstur kemur SHDW í ágúst, Blawan í september og svo Dave Clark í október. SHDW stofnaði plötuútgáfuna Mutual Rytm.Mynd/Tim Cavadini „Teknóið gengur alltaf í hringi og það eru búin að vera allskonar trend,“ segir Addi. Hann segir að teknóið hafi tekið nokkrum breytingum síðustu ár. Nina Kraviz hafi sem dæmi komið aftur með „þetta skrítna trippí teknó“ aftur í senuna þegar hún var að byrja, 2015 til 2017. „Í upphafi var tribal teknóið vinsælast en svo týndu menn því bara. Það var enginn að spila það eftir svona 2005,“ segir Addi en nefnir nöfn eins og Jeff Mills í því samhengi. SHDW, Exos, Dave Clarke og Blawan koma allir fram á Radar í sumar og haust.Samsett „Jeff Mills byrjaði 1995 en svo spilaði enginn tribal teknó. En núna er SHDW kominn með það aftur og nú er það sterkasta soundið í dag,“ segir Addi og að hann sé afar spenntur að taka á móti honum í ágúst. „Þetta er á sunnudeginum um verslunarmannahelgina. Þannig það er bara Þjóðhátíð eða SHDW,“ segir hann léttur. Blawan frumkvöðull Á eftir SHDW kemur svo Blawan í september. Addi segir Blawan frumkvöðul í teknó senunni. Blawan hefur verið að síðan 2010. Eflaust þekkja margir smellinn hans Getting me down frá 2011.Mynd/Kazia Zacharko „Blawan er mesti frumkvöðullinn í teknóinu á þessari öld á meðan Jeff Mills var á þeirri síðustu. Það skiptir ekki máli við hvern þú talar. Það segja allir að Blawan sé bestur.“ Blawan spili teknó en sé alltaf að prófa sig áfram í allskonar og gaf sem dæmi út lagi með Skrillex nýverið. Skrillex sé meira í EDM en teknó. „Hann er Íslandsvinur og hefur oft komið áður. Það eru níu ár frá síðustu heimsókn.“ Dave Clarke kóngurinn Síðastur er það svo Dave Clarke sem Addi segir að sé „kóngurinn“ í teknóinu. Dave er nú á ferðalagi um heiminn til að minnast þess að 30 ár eru síðan hann gaf út plöturnar REd one, red two og red three sem eru þekkt verk innan teknó senunnar. „Hann lagði línurnar með þessari útgáfu. Þegar hann gaf þetta út var hann að setja sinn stimpil á teknóið. Stimpil sem enn er ekki farinn. Þetta eru algjörar neglur sem hafa haldið í þessi 30 ár.“ Hann segir Clarke auk þess með afar skemmtilega sviðsframkomu. „Það leikur það enginn eftir hvernig hann spilar. Hann er undir áhrifum frá hip hopi og er að skratsa. Hann hefur kristnað fjöldann í teknóið.“ Gullni þríhyrningurinn Eins og áður sagði hefur Addi komið að skipulagningu fjölda viðburða á Íslandi. Hann segir þetta part af því að taka þátt í senunni. „Ég er að spila og gefa út músík og er að halda kvöld. Gullni þríhyrningurinn til að halda manni gangandi. Þetta er það sem knýr mann áfram í gegnum lífið.“ Dave Clarke hefur verið að spila og búa til teknó frá því á 10. áratuginum.Mynd/Beatrice Photography Addi hefur síðustu mánuði verið með annan fótinn erlendis en kemur heim í ágúst. Kvöldin eru haldin á Radar sem er skemmtistaður á Tryggvagötu 22. Áður hafa þar verið reknir skemmtistaðirnir Húrra, Gummi Ben bar, Harlem og Paloma. „Radar er eini staðurinn sem býður upp á að geta haldið þetta. Þetta er menningarlegt hús og hefur verið skemmtistaður frá því snemma á níunda áratug. Þarna hafa margir af stærstu plötusnúðum heims komið fram Carl Craig, Timo Maas, Richie Hawtin og Marco Corolla,“ segir Addi og að þann síðastnefnda hafi hann sjálfur hitað upp fyrir árið 1999. „Það er mikil saga þarna og margir stórir DJ-ar sem hafa spilað þarna. Radar er að stimpla sig inn sem danstónlistar- og menningarstöð. Senan er búin að vera upp og niður en ég held að hún sé á uppleið aftur.“ Hægt er að kaupa miða á viðburðina þrjá á tix.is. Tónlist Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Hann skipuleggur nú þrenna tónleika á skemmtistaðnum Radar þar sem fram koma þrír þekktir teknó plötusnúðar. Fyrstur kemur SHDW í ágúst, Blawan í september og svo Dave Clark í október. SHDW stofnaði plötuútgáfuna Mutual Rytm.Mynd/Tim Cavadini „Teknóið gengur alltaf í hringi og það eru búin að vera allskonar trend,“ segir Addi. Hann segir að teknóið hafi tekið nokkrum breytingum síðustu ár. Nina Kraviz hafi sem dæmi komið aftur með „þetta skrítna trippí teknó“ aftur í senuna þegar hún var að byrja, 2015 til 2017. „Í upphafi var tribal teknóið vinsælast en svo týndu menn því bara. Það var enginn að spila það eftir svona 2005,“ segir Addi en nefnir nöfn eins og Jeff Mills í því samhengi. SHDW, Exos, Dave Clarke og Blawan koma allir fram á Radar í sumar og haust.Samsett „Jeff Mills byrjaði 1995 en svo spilaði enginn tribal teknó. En núna er SHDW kominn með það aftur og nú er það sterkasta soundið í dag,“ segir Addi og að hann sé afar spenntur að taka á móti honum í ágúst. „Þetta er á sunnudeginum um verslunarmannahelgina. Þannig það er bara Þjóðhátíð eða SHDW,“ segir hann léttur. Blawan frumkvöðull Á eftir SHDW kemur svo Blawan í september. Addi segir Blawan frumkvöðul í teknó senunni. Blawan hefur verið að síðan 2010. Eflaust þekkja margir smellinn hans Getting me down frá 2011.Mynd/Kazia Zacharko „Blawan er mesti frumkvöðullinn í teknóinu á þessari öld á meðan Jeff Mills var á þeirri síðustu. Það skiptir ekki máli við hvern þú talar. Það segja allir að Blawan sé bestur.“ Blawan spili teknó en sé alltaf að prófa sig áfram í allskonar og gaf sem dæmi út lagi með Skrillex nýverið. Skrillex sé meira í EDM en teknó. „Hann er Íslandsvinur og hefur oft komið áður. Það eru níu ár frá síðustu heimsókn.“ Dave Clarke kóngurinn Síðastur er það svo Dave Clarke sem Addi segir að sé „kóngurinn“ í teknóinu. Dave er nú á ferðalagi um heiminn til að minnast þess að 30 ár eru síðan hann gaf út plöturnar REd one, red two og red three sem eru þekkt verk innan teknó senunnar. „Hann lagði línurnar með þessari útgáfu. Þegar hann gaf þetta út var hann að setja sinn stimpil á teknóið. Stimpil sem enn er ekki farinn. Þetta eru algjörar neglur sem hafa haldið í þessi 30 ár.“ Hann segir Clarke auk þess með afar skemmtilega sviðsframkomu. „Það leikur það enginn eftir hvernig hann spilar. Hann er undir áhrifum frá hip hopi og er að skratsa. Hann hefur kristnað fjöldann í teknóið.“ Gullni þríhyrningurinn Eins og áður sagði hefur Addi komið að skipulagningu fjölda viðburða á Íslandi. Hann segir þetta part af því að taka þátt í senunni. „Ég er að spila og gefa út músík og er að halda kvöld. Gullni þríhyrningurinn til að halda manni gangandi. Þetta er það sem knýr mann áfram í gegnum lífið.“ Dave Clarke hefur verið að spila og búa til teknó frá því á 10. áratuginum.Mynd/Beatrice Photography Addi hefur síðustu mánuði verið með annan fótinn erlendis en kemur heim í ágúst. Kvöldin eru haldin á Radar sem er skemmtistaður á Tryggvagötu 22. Áður hafa þar verið reknir skemmtistaðirnir Húrra, Gummi Ben bar, Harlem og Paloma. „Radar er eini staðurinn sem býður upp á að geta haldið þetta. Þetta er menningarlegt hús og hefur verið skemmtistaður frá því snemma á níunda áratug. Þarna hafa margir af stærstu plötusnúðum heims komið fram Carl Craig, Timo Maas, Richie Hawtin og Marco Corolla,“ segir Addi og að þann síðastnefnda hafi hann sjálfur hitað upp fyrir árið 1999. „Það er mikil saga þarna og margir stórir DJ-ar sem hafa spilað þarna. Radar er að stimpla sig inn sem danstónlistar- og menningarstöð. Senan er búin að vera upp og niður en ég held að hún sé á uppleið aftur.“ Hægt er að kaupa miða á viðburðina þrjá á tix.is.
Tónlist Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira