Henti barnungum „óþekkum“ sonum sínum í gólfið Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 16:00 Fjölskyldan átti heima í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átján mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, en þar af verða fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, vegna fjölda brota gegn konu og börnum. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir.
Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira