„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 10:43 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20